18.2.2012 | 09:17
Endurtekinn dómur
Í gær var fyrrverandi ráðuneytisstjóri neglur og krossfestur. Mikils metinn opinber starfsmaður til margra ára. Bólubréfasafnari án félags. Nú á að sýna að kerfið tekur við sér. Dómurinn er skýr. Opinber starfsmaður á ekki að stunda bóluviðskipti á minnsta hlutabréfamarkaði heims. Martha Stewart sjónvarpsstjarna og kokkur með meiru fékk 5 mánaða dóm en íslenska dómskerfið gerir betur. Eimreiðarmaður og brautryðjandi á hlutabréfamarkaði, 2 ár.
Mátulegt á hann hrópar lýðurinn. Fagnaðarefnið þegar einstaklingur fellur en kerfið blífur." Argasta bananalýðveldi bjargað." Tímamót í réttarfarsögu eftir öll guðmundar og geirfinnsmálin. Gærdagurinn er ekki einungis sögulegur fyrir íslenska dómskerfið. Minnsta "peningastefnuvél" í heimi fær aflausn hjá Fitch-regluverkinu. Ruslflokknum aflétt stóð stórum stöfum. Gæðastimpillinn fundinn. Ísland í farabroddi undir vinstri stjórn.
"Á fullu stími út úr brimgarðinum." Út úr bóluhagkerfinu. Lifi makríllinn og AGS. Stórkostlegur sögulegur gærdagur, sem ber að fagna á ný í Hörpu. Sjáið bara: Hagar hækka og hækka. En aðeins fyrir útvalda í lokuðu bóluhagkerfi sakleysingja.
Forstjóra FME sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Þú ert að lesa álit Fitch vitlaust.
Í niðurlagi þess stóð að helsta hindrunin í vegi fyrir frekari efnahagsbata væri að enn ætti eftir að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 06:09
Sæll Guðmundur
Efnahagurinn er sterkur vegna góðra stöðu útflutningsfyrirtækja. Hagvöxtur sem byggist einungis á aukinni veltu eða eyðslu er verðbóla. Raunverulegur hagvöxtur byggist á betri afkomu útflutningsgreina. Ef þorri heimila eru yfirveðsettur og þau ná ekki að greiða lánin niður erum við í slæmum málum. Þar get ég verið sammála þér. Held að það þurfi ekkert Fitch regluverk til að sýna það. Annars sakna ég hagfræðiupplýsinga á einum stað og á mannamáli. Almenn og aukin fræðsla um efnahagsmál gæti fleytt okkur enn lengra. Hér þarf meiri aga í fjármálum til að við fáum notið gæða landsins.
Hættum að greiða vexti af erlendum gjaldeyrisvarasjóð og skilum peningunum til föðurhúsanna. Eignir lífeyrissjóða ætti að frysta í þessum tilgangi tímabundið í gjaldeyrisvarasjóði í erlendri mynt. Það myndi og koma í veg fyrir innlenda verðbólgu og hlutabréfabólu. Vaxtagreiðslur sem spöruðust á einu ári við það myndu fara langt í að rétta af öll illa stödd heimili.
Sigurður Antonsson, 20.2.2012 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.