30.10.2011 | 20:11
"Fasistastjórnin" og góðu gæjarnir
Samfylkingarmenn með Agli Helgasyni fremstan í flokki segja að Michael Hudson hagfræðingur á áttræðisaldri og vinsæll fyrirlesari sé asni og kjáni. Honum varð á að mismæla sig, sagði að 300.000 Íslendingar hefðu þurft að flýja land í stað þrjú þúsund. Fyrir nokkrum misserum var hann í aðkeyptu viðtali hjá Agli og þá hinn mesti spekingur um hrunadansinn. Krugman og Hudson voru fyrir skömmu í Moskvu á fyrirlestraferð enda vinsælir í krísuríkjum. Nú þegar Steingrímur og AGS hafa haldið velgjörðahátíð í Hörpu með AGS er helsti gagnrýnandi hinnar alþjóðlegu peningastefnu, Michael Hudson fallinn í ónáð hjá vinstri mönnum.
Egill og fylgisveinar reyna að haga seglum eftir vindi, líkt og Hvergerðingar sem vildu ekki hafa geðveika fanga að Sogni. Þegar starfsemin var lögð niður var upphafinn mikill harmagrátur. Fjöldi þekktra erlendra fyrirlesara er keyptur hingað árlega til að "upplýsa" landann í Silfri Egils. Skatt- og útvarpsgreiðendur vita ekki hvað þeim er greitt fyrir að koma í viðtöl á RÚV. Laun Evu Joly sem ráðin var í opinni útsendingu hafa verið birt og nema á annað hundrað milljóna. Hátt í það sem kostar að reka forsetaembættið á ári.
Michael hefur gagnrýnt ægivald bankanna sem almenningur mótmælir víða um heim. Hann útskýrir vel hvernig ríkisstjórnir viðhalda núverandi bankakreppu, skerða laun almennings og hækka skatta. Í stað þess að taka á vandanum og takmarka vald bankanna. Eftir stendur spurningin sem kom fram í Eyjusilfri. Hvers vegna segir Hudson, þekktur fræðimaður, gagnrýnandi, ráðgjafi og álistgjafi á Wall Street að ríkisstjórn Íslands sé fasistastjórn? Eitthvað meira liggur að baki en það að menn þurfi að fara úr landi og berji tunnur?
Tjaldbúar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
íslenskir fasistar hlusta bara þegar þeim hentar !
Erla Magna Alexandersdóttir, 30.10.2011 kl. 20:36
Sæl Erla,
Hagfræðingarnir Michael Hudson, Gunnar Tómasson og Ólafur Arnarson Clausen skrifa grein undir nafninu: "Nýtt íslenskt bankahrun" á Pressunni 27. október. Þörf lesning. Allir eru þeir með mikla reynslu og óhræddir að segja sýna faglega skoðun á bankakreppunni. Þeir eru allir sjáfstætt starfandi og þurfa ekki að óttast að verða sendir út í kuldann af flokkspólitík. Jámenn eru oft hættulegir lýðræðinu og þrífast vel í klíkum.
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvað Hudson á við með fastistanafngiftinni í þessu tilfelli.
Sigurður Antonsson, 30.10.2011 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.