Ofdekraður rakki

Helgi Seljan kastljósmaður kemur oft með skondin spörk og hittir jafnan í mark. Undantekning var í kvöld þegar hann kynnti ofgreiddar vaxtabætur. Boltinn missti marks og er einhverstaðar þarna úti. Hversvegna er verið að greiða tugi milljarða í vaxtabætur? Viðhalda ofvöxnu bankakerfið og íbúðalánasjóði, ásamt háum vöxtum til lífeyrissjóða. Eitthvað mikið er bogið við allt vaxtaaukakerfi ríkisins. Seðlabankinn er að greiða bönkum háa vexti á innlegg en hjá hinum pískaða sparifjáreiganda eru vextir neikvæðir. Vaxtaleikurinn er til að fita ríkissjóð með fjármagnstekjuskatti og lífeyrisjóði með sýndarávöxtun. Örfáir pæla lengur í því hversvegna vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Vaxtaskrúfan og verðtryggingin er eins og flækingshundurinn Pylsa. Ofdekraður rakki, tákn um höft og sjálfskaparvíti. „Frelsistákn eybúans.“


mbl.is Mótmælahundurinn Pylsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér við verðum að berja niður þetta vonlausa kerfi sem hér er allt að drepa svo ekki sé talað um misnotkunina án þess að ráðamenn svo mikið lyfti litlaputta til að stoppa það!

Sigurður Haraldsson, 6.10.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband