Stjórnmálaskýrandinn Ólafur Ragnar

Ekki vantar skýringar hjá forsetanum sem lifir í kaldastríðs hugsunarhætti.

Heimur mannfólks dregst saman, viðskipti aukast og allskonar samskipti sem ekki voru tæknilega möguleg áður fyrr eru hversdagslegur hlutur. Oft er vara sem vesturlandabúar nota búin að fara tvisvar til Evrópu frá Kína áður en hún er tekin í notkun. Þekkt gæðamerki í Evrópu eru framleidd í Kína, þessar sömu vöru panta Kínverjar frá Evrópu til að setja í enn aðrar samsettar vörur. Oft er verðmætaaukningin í Kína aðeins lítill prósenta af verðmæti endanlegra vöru. Engin furða er þótt framámenn í Kína hafi miklar væntingar með Norður -Íshafsleiðina og vilja búa í haginn á Langanesi. Kínverjar hafa mikill ítök í viðskiptum í Vancouver í Kanada án vandræða. Gagnkvæm viðskipti stuðla að friðsömum samskiptum í minnkandi heimi.

 

Spurningin er hvort við séum tilbúnir að veita öðrum aðgang að landinu undir íslenskri leiðsögu eða ætlum við að loka okkur af í Norður -Atlandshafinu. Fleiri velta þessu fyrir sér. Norðurlöndin spá í þessa hluti því Kínverjar geta keypt nánast upp það sem þá langar í sé það falt.

 

 


mbl.is Fagnar kínverskum fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man eftir því sem allaballi að hann vildi eitthvað annað.

Ég veit ekki hvað hefur gerst.  Mér fannst hann frábær, en mér hefur fundist hann verða meiri popúlisti með aldrinum.

Kanski hefur þetta eitthvað að gera með það að hann hefur í raun aðeins pólitískt vald þegar hann skrifar ekki undir lög.

Hvaða lög hefur hann skrifað undir?  Það skiptir þjóðina engu máli því Alþingi samþykkti það.  Það skiptir aðeins máli hvaða lög hann skrifar ekki undir.

Skrifaði hann ekki undir lög um verðtryggð lán?  En þá er ríkið ábyrgt en Óli er pókerinn.

Þetta er lýðræðið sem við búum við.  Verðum að sætta okkur við það ef við kjósum það.

Þá á ég bæði við Alþingi og forsetann.  Þetta er frábært og ég sé mörg tækifæri;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Stefán, gaman að lesa á netsíðu þinni um Kínverja.

Ólafur telur sig þurfa að tala fyrir þjóðina á erlendum vettvangi. Hann er eins og stór hluti Íslendinga mikið fyrir sviðsljósið. Stór hluti erlendra tekna Bandaríkjamanna kemur frá stórfyrirtækjum þeirra. Þau eru dálítið yfirþyrmandi með marga óhollustu og bruðl í umbúðanotkun.

Nú eru Kínverjar að byrja að feta sömu braut og ná ítökum víða um heim. Það liggur í augum uppi að Kínverjar þurfa meira landrými og náttúruauðlindir til að fullnægja gífurlegri eftirspurn frá vestrænum ríkjum. Kínverjar gætu haft góð áhrif á mannlíf og viðskipti á Íslandi undir íslenskum lögum og leiðsögn. Þeir ættu að lúta svipuðum reglum og þeir bjóða útlendingum en trúlega þýðir ekki að bjóða mönnum með fulla vasa fjár þau kjör. Þeir þurfa heldur ekki hugsa um háa vexti eins og íslensk fyrirtæki. Vegna verðbólgu verðum við alltaf í þriðja flokki er varðar fjárfestingu.

Eins og þú segir eru Kínverjar áhugasamir um Vesturlönd, en líka ákveðnir og rökvissir. Hafa háð margar styrjaldir og lært af þeim að vera friðsamir og þolimóðir. Íbúar Kína hafa takmarkað ferðafrelsi og draumur margra Kínverja er að sjá heiminn og þau lönd sem þau eiga viðskipti við. Trúlega verður erfitt fyrir þá að koma hingað, því við erum heimóttarlegir. Trúum að þeir munu breyta sveitadraumum okkar um lambakjöt og heiðarnar. Forsetinn bendir réttilega á ekki er betra að trúa í blindni á stórfyrirtækin vestrænu. Ofurvald hvort er frá stórfyrirtækjum eða Kínverjum er ekki gott. Svisslendingar vita þetta en hvað skyldu þeir gera í okkar stöðu?

Sigurður Antonsson, 3.9.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband