Ísþjóðin í draumaborgum

 

 

Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn átti kvöldstund með ísþjóðinni á fimmtudagskvöld. Heimsótti hún eitt undrabarn íslenskra leiklista Thor Kristjansson í stórborginni New York. Ungan mann sem spratt út úr amerískum söngleik hjá Versló. Myndin gaf ljóslifandi mynd af viðmælanda, en líka af ys og þys í borg stálgljúfra þar sem gæsilegt ungt fólk kýs að dveljast í von um að getað náð til fjöldans í kvikmyndaleik. Hollywood er takmark margra listamanna en fáir ná árangri sem erfiði. Laxness reyndi að bera þar niður en fór bónleið til búðar. Hafði aldrei lært neitt í kvikmyndaskóla, en náði þó að hrella, skemmta, mennta og hvetja heilt samfélag til dáða. Markmið leiklistamanna er líka háleitt og eitthvað svipað. Steinunn á nöfnu í Hollywood, leikkonu og eiginkonu Stefáns Karls sem kenndur er við Latabæ. Latibær er dæmi um aðdráttarafl sem frumkvæði getur skapað með þrotlausu erfiði.

Kvikmyndin og draumaborgin Hollywood er glansmynd, sem og úthverfi hennar. Þar er fátt um uppákomur fyrir almenning eins og hjá ísþjóðinni. Lítið um ljósanætur, leikhús og listaviðburði sem ná til fólksins. Allt gengur þar út á að draga áhorfendur að skerminum. Listamenn okkar geta náð til flestra íbúa eyjunnar og sýnir hve við erum gæfusöm að vera í nálægð við þá á sviðinu. Óbreyttir listamenn eins og Hörður Torfa getað jafnvel skákað valdinu og fært bátinn úr stað. Forvitnilegt verður að sjá næstu þætti Ragnhildar Steinunnar. Vinna hennar er dæmi um frumkvæði, vinnugleði og þor inn í skrúðgarði Ríkisútvarpsins. Fyrsti þáttur hennar endurspeglaði þá staðreynd að unga fólkið hrífst af amerískum lífsstíll, sem er yfirgnæfandi á netinu og í sjónvarpi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill. Kv. Björn

Björn Birgisson, 4.9.2011 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband