Trúverðugleikinn í uppnámi.

Hér er aðeins verið að fjalla um einn tíunda af yfirborði ísjakans. Símahleranir bresku lögreglunnar eru ekki nýjar af nálinni og hafa viðgengist í áratugi. Blað Murdochs hefur verið fljótt að tileinka sér aðferðir hins opinbera eða allt frá 2002. Upphaflega eru símahleranir fegnar til að koma upp um sprengjuáform hryðjuverkamanna. Þar hefur Metropolitanlögreglan gengið vasklega fram og komið í veg fyrir árásir á óbreytta borgara. Stephenson hefur verið ásakaður um að hafa gengið hart fram gegn stúdentum í mótmælum fyrr á árinu og því notaður í þessu sjónaspili til að fegra ásjónu lögreglunnar. Ólympíuleikarnir framundan og tengsl forsætisráðherra við fyrrverandi ritstjóra Murdoch gera málið enn vandræðalegra.

Mál þetta sýnir hve varasamt er að gefa lögreglu ótakmarkaðar heimildir til eftirgrennslan. Ef einkaspæjarar geta líka hlerað síma. Hver ekki?


mbl.is Stephenson segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...hver sem er getur hlerað hvern sem er í dag. Þessi hlerunarumræða er eins og að hlusta á samtal úr snobbheimi aðalsfólk á viktoríutímabilinu...alveg ótrúlegur heimur.

Óskar Arnórsson, 17.7.2011 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Óskar

Tjallarnir spila vel með. Kannski er gúrkutíð hjá fréttaliðinu og gott að hressa upp á leiðindin með afsögn Sir Paul Stephenson. Íslenska boltastöðin er að minnsta kosti ekki upprifin af vandlætingu. Þó hefur hún farið um víðan völl og Afríka og Japan eru henni kær. Hjá þeim er nú vítaspyrnukeppi í algleymingi og líklega ekki af miklu misst.

Sigurður Antonsson, 17.7.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega rétt. Unglingar um alla Evropu t.d. eru að leika sér að hlera GSM síma með einföldu labbrabb tæki. Þeir sem kunna eitthvað á tölvur vita að hægt er að hlusta á GSM traffík heima í stofu. Tæknin er komin í hring og allir símar eru næstum orðnir eins og gömlu sveitasímarnir..

Óskar Arnórsson, 18.7.2011 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband