Leikmannafjársjóður

Ásýnd sunnlensku jöklana er eitthvert mesta aðdráttarafl Íslands. Í nálægð þeirra er einhver hin mesta fegurð sem við og gestir okkar getum nálgast með lítilli fyrirhöfn. Engin furða að margir hafi skoðun á hvað gera þarf þegar náttúruöflin raska ró okkar eins og nú hefur gerst við Múlakvísl. Pistlar leikmanna eru líka þarfar hugleiðingar, jafnvel þótt ungir langskólagengnir menn telji að þeir eigi að vita allt. Verkfræðingar hafa málstokkinn og reiknireglur. Aðrir reynslu af eldsumbrotum, vatnamælingum, ferðalögum og staðháttum úr lofti, láði og legi. Verkfræðingar Siglingamálastofnunnar þekkja hafnargerð umhverfis landið, en eitthvað hefur vantað upp á þekkinguna þegar Landeyjarhöfn var gerð. Verktakar og reynsluboltar í hafnargerð eru líka komnir erlendis í vinnu. Þeir voru aldrei spurðir álits en eru mikils metnir hjá stærstu verktökum í sandeyjarhöfnum út í hinum stóra heimi. Pistlar Ómars Ragnarssonar um hálendið og Kötlu eru fjársjóður þegar gera þarf þjóðgarða aðgengilega.
mbl.is Trukkur sá um ferjuflutningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt og satt. Ljómandi góður pistill. Takk.

Björn Birgisson, 14.7.2011 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband