Jákvæð frétt

Birkihríslur sem hafa náð rótfestu eru ótrúlega duglegar í norðan kalsa sem hér hefur ríkt undanfarið. Breiða úr sér þrátt fyrir næðinginn, sandstorminn og öskuna. Fljótari til en flest önnur tré. Víða í sandi og grjóturð við Heiðnabergsjökull var í lok maí að finna lávaxið birki sem er orðið iðagrænt og gróskulegt.  Stæðileg birkikitré var ekki að finna þar sem áður stóð bærinn Heiðnaberg. Þar eru líka hreindýr á beit sem kippa upp smávöxnu birki en engin hreindýr að finna á Skeiðarársandi.

Askan mun vera með mikið af bætiefnum og jákvæð fyrir nýjan skóg. Fræin virðast komin úr Núpstaðaskógi eða Skaftafelli? Birkið er áberandi fyrir ofan brýr, jafnvel í öskufoki eins og var á sjómannadaginn. Hef aldrei áður heyrt talað um birkiskóg á sandinum milli Gígjukvíslar og Skeiðarár. Kannski hefur Hannes póstur á Núpstað vitað af birkigróðri við jökulinn. Hversu lengi skyldu þær fá að vaxa þarna? Hvað með hlaupin úr Grímsvötnum.  Á stundum þykir manni eins og eitthvað vanti upp á þekkinguna af hamförum sem gengið hafa yfir Skeiðarársand þrátt fyrir blómleg vísindi. Tímabær frétt.


mbl.is Skógur vex á Skeiðarársandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Sæll.

Varðandi Birki. Ég er með nokkur birkitré (c.a. 300) í minni umsjá. Það er mjög misjamt hve snemma þau laufgast, þó þau standi hlið við hlið. Merkilegt, en það er eins og sum tré séu meira með varann á sér og bíði í lengstu lög. En þau eru seig, enda hefur þurft á mikilli seiglu að halda fyrir þau hér á landi.

Í Rússlandi þar sem kjöraðstæður eru fyrir birkitré, eru þau nánast plága. Þau skjóta rótum allstaðar þar sem auðan blett er að finna. Tengdamóðir mín á matjurtagarð þarna, og á hverju vori verður hún að krafsa upp nýgræðinga úr beðunum hjá sér eins og við þar sem gras og arfi á í hlut. Þannig að birkið er semsagt illgresi á þeim slóðum.

Kv.  GEA

Guðjón Emil Arngrímsson, 11.6.2011 kl. 10:48

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Guðjón. Alltaf er maður þakklátur fyrir skjólið sem birkið veitir og hve gróskumikið það er í sandjarðvegi. Þá er laufið gott krydd með steik og fl. Þegar reynitré eru sjálfsprottin með birki er komin skemmtileg blanda og fyrst skjól fyrir furutré þar sem ég hef verið að planta.

Norður Rússland er með ótrúlegt trjábelti og góðan sumarhita. Tengdarmóðir þín þarf að getað beitt hreindýri eða sauðkind í námundan við garðinn sinn. Fjölgun hreindýra og sauðkindar ætti að takmarka við rætur Vatnajökuls þar til gróðurinn hefur náð sér verulega á skrið.

Sigurður Antonsson, 11.6.2011 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband