ESA og Björn bóndi

Til Björns bloggara.

Nú er komið að því að borga útrásarfylliríið. ESA vill peningana strax og þá verður Steingrímur og Jóhanna í öðru sæti með greiðslur okkar. Það er ekki í fyrsta skipti sem borgað er fyrir framúrkeyrslu. Gott að þurfa ekki að borga háa vexti líka sem búið var að semja um. En hvað við erum alltaf heppin. Eilíft þras til að ná í betri kjör.

Áðan tók ég upp undurfagran rósarknapp við innganginn hjá mér, einn af mörgum. Ilmurinn sætur og rósirnar 24 í hnapp, djúp fjólubláar og mjólkurhvítar. Langt inn í blóminu var gult örsmátt fimm blaða frjó, umvafið hunangi, ætlað til að fanga athygli frjóbera. Dásamleg smíð sköpunarverksins sem fangaði kvöldgleði mína. Ekki veit ég hvort einhver er að fela rósirnar þínar. Nú er tími blómanna og Isabella flestum gleymd um sumarnætur. Mér finnst miður að þú kastir í nethafið andagiftinni, þótt þú sért ekki sáttur við eitthvað eða aðgengið.

Hafa skal í huga að 99% af því sem er skrifað er lesið af fáum. Þetta á jafnt við um blaðagreinar sem annað efni og svo eru áhöld um það hvort það breyti nokkru. Aðgengi að snillingum hefur alltaf verið takmarkað. Ofursnillingar fá alla athyglina. Hinir ofurvirku. Samkvæmt orðabókinni eru það þeir; Sá sem fær útrás hugarþenslu sinnar í látlausum athöfnum. Netskrif eru flest eintal sálar. Óværð sem ekki kemst í kastljósið. Galsi án rítalíns. Oft aðeins betrumbót og barningur við íslenskuna mína. Ekki fara með netskrifin þín út í bláinn eins og ónefndur eiður. Tíu prósent er líka árangur. Ekta ilmandi rósir um sumarnætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband