Fylki í Kanada eða ríkjabandalag.

Bensínafgreiðslumaðurinn minn skaut því að mér hvort ekki væri betra að við yrðum fylki í Kanada, rétt eins og Nýfundnaland á sínum tíma. Sameinuðumst stærra ríki sem væri með innviði og gjaldmiðill í lagi. Verð að taka undir með honum. Flestar umbætur sem hér hafa orðið á síðari tímum hafa komið að utan, frá EES eða ESB. Við erum of fáir og litlir rökhyggjumenn til að geta stjórnað okkur sjálfir. Við erum sífellt að reyna að setja plástra á sjálfsímyndina og þessi uppákoma er ein slík. Þar fyrir utan bráðvantar okkur ekki fjármagn eða vinnu, frekar að hafa stjórn á því sem við erum að gera og litla verðbólgu. Einhverskonar gjaldmiðilssamráð eða ríkjabandalag hentar okkur því betur.
mbl.is Lögregla lokaði veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hugnast mér að fara sömu leið og Nýfundnaland, þó mér sé mjög vel við Kanada og tel tengsl okkar við það land allt of lítil.

Reynsla Nýfundnalands af sameiningu við Kanada varð þeim skelfileg, það vita allir sem kynna sér það mál.

Við eigum að standa sjálfstæð, jafnvel þó það kosti okkur eitthvað. Samvinna við nágrannalöndin, bæði í Evrópu en ekki síður Ameríku á hins vegar að efla og styrkja.

Vandi okkar er ekki smæðin, heldur stjórnleysið. Það mun ekkert lagast þó við spyrðum okkur við ESB, Kanada eða einhverja aðra.

Samvinnu við aðrar þjóðir eigum við að efla og styrkja á grundvelli okkar sjálfra.

Við erum þjóð og við getum verið það áfram, auðlindir okkar eru það miklar að við eigum ekki að þurfa að óttast neitt.

Þeir sem svo hart sækjast eftir sameiningu okkar við t.d. ESB virðast vera haldnir minnimáttarkend og skammast sín. Það er engin ástæða til að skammast sín fyrir að vera Íslendingur!!

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gunnar

Þekki ekki nógu vel til á Nýfundnalandi, en gaman væri að einhver sem þar hefur dvalið segði okkur meira frá því landi. Veit að ungir íslenskir athafnamenn eru þar starfandi og hafa gert það gott við erfið skilyrði. Þar er strjálbýli og vegalendir miklar.

Auðlindir okkar verða aðeins verðmætar ef við getum selt raforkuna eða afurðirnar á sómasamlegu verði. Til að auka verðmætið þurfum við starfshæfa banka og athafnamenn. Fjárfesting OR í raforkuveri og uppkaupum á hitaveitum er stór hættuleg ef ekki er hægt að greiða af lánum. Sýnir hve auðvelt er að tapa gullgæsinni ef innviðir eru ekki í lagi. Sammála þér að þetta er undir okkur sjálfum komið en takmörk eru á því hvað smáþjóð getur gert í utanríkismálum og aðlaga löggjöf sem nútímavæðing krefst.

Sigurður Antonsson, 3.4.2011 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband