27.3.2011 | 17:03
Fall krónunnar eilíft vandamál
Helsti veikleiki íslenskra stjórnsýslu er fall krónunnar, allt frá byrjun tuttugustu aldar. Sá sem eyðir meiru en hann aflar lendir í vandræðum. Skuldafangelsi og höft eru afleiðingar. Hagfræðivísindi nútímans kann svörin en það er eins og að löggjafinn hafi ekki getað sett skorður. Af hverju ekki að skipta um gjaldmiðill og setja takmörk á viðskiptahalla og skuldamál?
Ákvörðun um framlengingu, ekki afnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Einn vina minna kann svar við þessu. Hann segir einfaldlega að við þurfum engan gjaldmiðil. Hann vill afnema seðlana. Allir með kort. Fullorðnir og krakkar. Þá hverfur líka neðanjarðar hagkerfið að mestu. Þú borgar ekki svart með rekjanlegu korti. Þú kaupir ekki dóp með slíku korti. Nokkuð til í þessu!
Björn Birgisson, 27.3.2011 kl. 17:54
Hvað ætlar þessi vinur þinn að hafa á bak við kortið. Það hlýtur að þurfa að vera gjaldeyrir á bak við kortagreiðslur. verður þá hækkandi kortagengi? Eða kortafall? verðbætur korta? Nei mér datt þetta svona í hug!
Eyjólfur G Svavarsson, 27.3.2011 kl. 20:04
Björn
Líklega er lausnin að stjórnvöld fái kort og láti okkur um að ákveða úttektina hverju sinni. Það er mikið af bankapeningum í gangi þar sem engin innistæða er fyrir hendi. Borgarstjóri höfuðborgarinnar má heldur ekki vera of svartsýn á OR ef hann ætlar að framlengja lánin. Allt of margar hliðar á málunum.
Sigurður Antonsson, 27.3.2011 kl. 20:06
Krónan er ekki vandamálið. Vandamálið eru óraunhæfar kröfur. Ef laun hækka umfram það sem hægt er að greiða lækkar krónan. Það að krónan skuli þá lækka er í rauninni ekkert vandamál, nema þú sért að reyna að kaupa eða sekja erlendar vörur.
Björn sagði:
"Einn vina minna kann svar við þessu. Hann segir einfaldlega að við þurfum engan gjaldmiðil. Hann vill afnema seðlana. Allir með kort. Fullorðnir og krakkar. Þá hverfur líka neðanjarðar hagkerfið að mestu. Þú borgar ekki svart með rekjanlegu korti. Þú kaupir ekki dóp með slíku korti. Nokkuð til í þessu!"
Vill ekki vinurinn líka skafa heilann innan úr hausnum á fólki og setja tölvu í staðinn? Það myndi koma í veg fyrir glæpi og allt yrði "rekjanlegt". Þá væri líka hægt að spara í heilbriðigðiskerfinu. Tölvan nemur ástand líkamans og ef eitthvað er að segir hún hvaða pillur þarf að taka. Ef líkaminn er orðinn of lélegur slekkur tölvan bara á honum, líkamanum er hennt og tölvan sett í einhvern annan haus...
Góður vinur gert gert kraftaverk, eins og sagt er.
Hörður Þórðarson, 27.3.2011 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.