27.3.2011 | 16:37
Steypubílar í Guangzhou
Oft hef ég saknað þess að hafa ekki heyrt meira frá "keisarans" Kína frá þeim er hafa upplifað kínverskt þjóðfélag með lengri dvöl. Kom fyrst til Hong Kong fyrir 20 árum og þá tók ég eftir því að allir voru á fullu í vinnunni á laugardagseftirmiðdögum. Síðan þá hefur margt breyst og tekið örum framförum með enn meiri hagsvexti. Á vesturlöndum er fjöldi byggingarkrana talinn merki um umsvif og hve langt við erum komnir fram á fjallsbrúnina. Í Kína hafa menn ekki áhyggjur af framleiðslunni því frá landbúnaðarhéruðum streyma stórir hópar til borgarinnar á ári hverju.
Á sunnudagskvöldi í stórborginni Guangzhou sem er um 100 km vestur af Hong Kong eru steypubílar á fullri ferð, sem og aðra daga og nætur. Það skýrir líka hinn mikla hagvöxt þegar menn ná fjórfaldri nýtingu á atvinnutækin, en mannaflinn vinnur á vöktum eins og það sé partur af lífsmynstrinu. Byggðin frá Hong Kong er samfella af stórhýsum og verksmiðjubyggingum. Meðfram fjórfaldri hraðbrautinni eru gríðarlega há og stór auglýsingaskilti sem gefa vísbendingu um atvinnufrelsi og markaðsbúskap. Þróunin hefur staðið í tugi ára en síðustu ár hefur orðið algjör kúvending og hraðinn aukist.
Síldarævintýrið á Siglufirði stóð í fáein ár, þá var unnið sleitulaust, ekki á vöktum heldur með vöku og yfirvinnu þar til náttúran tók í taumana. Allir horfa til breytinganna í Kína og á vesturlöndum eru menn að uppskera aukna sölu til verksmiðja í Asíu, þar sem tækni og hönnun er í farabroddi. Án efnahagsundursins í Kína og Indlandi væri hér enn meiri kreppa en hvað þýðir í raun öll þessi uppskera og hin mikla ásókn í náttúruauðævi?
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.