Fráveita og reikningskúnstir

Þegar nöfnum á opinberum fyrirtækjum, borgarsviðum og gjöldum er breytt í sífellu veldur það tortryggni. Orkuveitan kýs nú að kalla holræsagjöld fráveitugjöld. Fráveitugjöld eða holræsa og rotþróargjöld eru lögð á af sveitafélögunum. Yfirleitt eru þau 0.12 % af fasteignamati eins og í Garðabæ, í Hafnarfirði 0.16 % sem er með því hæsta. 

Orkuveita Reykjavíkur virðist hafa sérstöðu og byrjar nú að reikna þessi gjöld eftir fermetrum húsnæðis. Hjá sumum gjaldendum þýðir þetta miklar hækkanir. Ástæða er fyrir greiðendur að bera vel saman holræsagjöld fyrri ára við þessa nýju aðferð Reykjavíkurborgar og mótmæla. Ótrúlegt er að löggjafinn skuli ekki njörva betur niður gjaldstofna sveitafélaga. Það hefur sýnt sig að staða Orkuveitunnar getur orkað tvímælis eftir því hver reiknar, en hún á að sjá um fráveitu fyrir borgina.

Ef fram heldur sem horfir geta reiknimeistarar Besta flokksins og Samfylkingar fundið það út á næsta ári að betra sé að innheimta eftir fjölda salerna, rúmmáli eða fjölda glugga til suðurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband