Verkefni innanlands fyrir Birgittu

Hreyfingin vill vera í nafla alheimsins og Birgitta vill taka okkur þangað. Það skil ég ekki en fyrir Bandaríkin er það mikils virði. Helmingur af tekjum þeirra koma erlendis frá. Stefna þeirra er býsna fyrirferðmikill. Hreyfingin hefur verk að vinna hér á landi. Gæti t.d. vel séð Birgittu fyrir mér sem  fangelsisstjóra í framtíðinni hér á landi í stað þess að verða í yfirheyrslum hjá Bandaríkjamönnum.

 

Það munu vera um 1000 fangar á hverja 100.000 íbúa í Bandaríkjunum. Hér eru þeir um 150 sem eru inni og 300 bíða eftir plássi, en 1800 bíða við dyragættina. Alls á þriðja þúsund manns. Þá eru við farnir að nálgast sömu tölur og í Bandaríkjunum, en þar eru menn settir inn strax. Hér er texti úr frétt: „Þá kom fram hjá Páli Winkel, að um 1800 manns bíða síðan afplánun vararefsingar, sem verður virk þegar sektir eru ekki greiddar.“ Samanburður er gagnlegur því eitthvað segir þetta um vanlíðan. Flestir fangar lenda inni vegna misnotkunar á vímuefnum. Hið opinbera og Vínbúðin auglýsir þá og þeirra líka í sjónvarpinu í svínslíki. Það er þeirra nálgun. Endurhæfing heitir það á Reykjalundi þegar hópum er bjargað fyrir horn. Það eru margar hliðar á fangamálum og við gjarnir á að breyta forsendum okkur í hag.

 

Sá lærir sem lifir. Líklega ætti Birgitta að sleppa öllum fyrirlestraferðum til Bandaríkjanna. Þetta er samskiptamál bandarískra stjórnvalda við bandarískt fyrirtæki. Það sýnir að  best er að halda sig við heimabloggið. Það má hún Birgitta eiga að hún snaraði ágætri samtalsbók á íslensku um frelsarann Gorbatsjov. Manninn sem tók Ísland af hinu hernaðarlega heimskorti og leysti Rússland úr álögum. 

 

Við megum ekki við því að dreifa kröfum okkar erlendis. Við erum fangar okkar valdakerfis. Eigum fallegt land og sættum okkur því betur við óráðsíuna og samstöðuleysið.


mbl.is Aðför að tjáningarfrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband