8.1.2011 | 16:31
Tíund eða auðlegðarskattur
Auðlegðarskatturinn er fjórða tilraun valdstjórnarinnar til að koma á tíund hér á landi. Þar með skattleggja "dautt fé", eignir eða fjáreignir sem eru á bankareikning, umfram það sem venjulegur launamaður hefur umleikis.
Tíundarlög voru samþykkt á Alþingi árið 1096/7, fyrstu skattalög á Íslandi. Að þeim stóðu Gissur Ísleifsson, biskup, Sæmundur Sigfússon hinn fróði í Odda og sjálfsagt fleiri höfðingjar. Í öðrum löndum hafði slíkri skattheimtu verið mótmælt harðlega, jafnvel kostað blóðsúthellingar, en ef marka má frásögn Ara Þorgilssonar voru þau samþykkt einróma hér á landi og þóttu það mikil undur. (Wikipedia )
Tíund var sambland af eignaskatti og tekjuskatti, lagður á að frumkvæði kirkjunnar og verður þyrnir í augum kirkjunnar manna í öðrum löndum. Það bendir til að menn hafi leitað álits erlendra á skattinum sem skiptist milli kirkju og höfðingja. Kirkjan og höfðingjarnir nutu góðs af meðan allt lék í lyndi en skatturinn veikti stoðir Þjóðveldisins.Árið 1950 voru samþykkt skattalög frá Alþingi og skatturinn nefndur stóreignaskattur. Honum var ætlað ná yfir eignir og tekjur sem höfðu myndast í stríðinu og á eftirstríðsárunum. Honum var ekki ætlað að ná yfir stóreignir SÍS og Kveldúlfs en einhverja hluta vegna buðust Kveldúlfsmenn til að greiða sinn hluta með eignum á Hesteyri. Þær eignir voru ekki af öllum taldar mikils virði en hátt metnar í fasteignamati. Neitaði fjármálráðherra Eysteinn Jónsson að taka við síldarverksmiðjunum á Hesteyri sem greiðslu. Samt sem áður var heimild í lögum að greiða mætti skattinn með eignum. Hann var því eignaupptaka eða eignarnám. Lögin þóttu illræmd, mismuna mönnum og brjóta gegn 67.grein stjórnarskrárinnar. Beitt var hörkuaðferðum við innheimtu, lögtöku og uppboð notuð til að fá greiðslur í ríkissjóð.
Sjö árum síðar þótti stjórnvöldum enn tímabært að gera aðra tilraun til að ná inn sköttum af eignum með vafasamri lögsetningu. Stærsti hluti hans átti að ganga til Byggingarsjóðs ríkisins en að lokum rataði aðeins 10% af upphaflega áætluðum skatti þangað. Mörg dómsmál fylgdu í kjölfar laganna og voru sum ákvæði hans talin vera stjórnarskrábrot. Þurfti að endurgreiða hann að stórum hluta til og að lokum dagaði hann uppi. Saga hans þótti hneisa fyrir "elsta löggjafarþing veraldar" sem ekki mætti endurtaka.
Árið 1987 ætluðu Alþýðubandalagsmenn og Kvennalistinn að tvöfalda skatta af skrifstofu og verslunarhúsnæði. "Hreyfa fé til samneyslunnar". Það gekk ekki eftir og var hann lagður niður af sjálfstæðismönnum en í hans stað hafi komið stórhækkaður fasteignaskattar ári síðar.
Ríkisstjórnir eiga óhægt um vik þegar hækka skal skatta. Sama lögmál gildir fyrir hægri og vinstri menn, allstaðar eru takmörk. Innistæða verður að vera fyrir aukinni innkomu í ríkissjóð og skattar að myndast þar sem raunverulegar tekjur myndast. Skattar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru álíka og þeir voru fyrir hrun. Aðeins með aukningu í framleiðslu og útflutningi mun skapast grundvöllur fyrir nýrri skattheimtu, venjulega hjá íslenskum aðilum því útlendir fjárfestar fá ívilnanir.
Í Evrópu eru ýmsir skattar álagðir til að láta hina ríku borga meira, en þá er venjan að binda þá við tekjur eða hagnað.
Auðlegðarskatturinn mismunar verulega þeim er eignir eiga og hann nær ekki til þeirra sem hafa haft verðbréfagróða, því þeir eru flestir búsettir erlendis. Hann er ef líkum lætur lögbrot á ESB og EES samningunum, ef ekki fleiri skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur gert við alþjóðasamfélagið. Hann fellur því ekki að aðlögunarferli ríkistjórnar að ESB en virðist þjóna betur óígrunduðum óskum VG.
Fáir mótmæla þessum nýja skatti nú eða vekja athygli á að þessi skattastefna hvetur ekki einstaklinga til stofna fyrirtæki og sýna góðan rekstur. Meira en þúsund fyrirtæki voru lögð niður á seinasta ári og fáir leggja út í nýjan rekstur. Skaðsemin er mest þegar hún brýtur niður viðleitni einstaklinga til sjálfsbjargar því ekki geta allir fengið vinnu eða framfærslu hjá því opinbera.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Sigurður, ég er búinn að lesa þennan pistil vandlega yfir og það fer ekki á milli mála að sá sem svona ritar veit sínu viti. Líklega ríflega það. Takk kærlega fyrir!
Björn Birgisson, 8.1.2011 kl. 17:57
Þakka þér Björn. Bakgrunnurinn er ekki alltaf sýnilegur, en hann birtist oftast þegar málefnin eru betur reifuð. Þess vegna er bloggið vinsælt. Ég held að Salvador Dalí hafi sagt; Lífið er sjónhverfing.
Sigurður Antonsson, 8.1.2011 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.