31.12.2010 | 22:19
Eiður Guðnason og liljan
Eitt er víst að Eiður Guðnason, fyrrum sendiherra, alþingis- og fréttamaður fer ekki troðnar slóðir hér á netsíðum. Hann kann að greina hismið frá kjarnanum, list blaðamannsins og útskýra með meitluðum orðstíl. Eiður þorir að fara mót straumnum og horfast í hætturnar sem því fylgja. Þar hefur hann öðlast reynslu sem meðalmaðurinn forðast. Lætur stjórnast af eigin sannfæringu frekar en að safna á sig stigum í vildarvinakeppni sem engu skilar nema að draga að sem flesta forvitna.
Nú um stundir er flokkakerfið meginstoð í þingræðinu, þótt fullt skoðana og tjáningarfrelsi ríki meðal einstakra þingmanna þarf meirihluta til að koma málum fram. Menn fylgja eigin sannfæringu en verða að fylgja flokknum eigi samstarfið að blífa. Þegar það er í tísku að spila einleik á kostnað samspilara án þess að það sé partur af dagskránni fá einstakir þingmenn prik og þykja djarfir. Oft er framsetning þeirra á málefninu það fátækleg og frumstæð eða ótæk svo hún fær ekki samþykki meirihlutans í nefndum. Þá heldur viðkomandi einstaklingur áfram og vitnar í fræðirit og aðstæður sem eru ekki sambærilegar við núverandi aðstæður. Spilar einleik og hamast á sannfæringu sinni þótt úrelt sé. Mikið er t.d. búið að fordæma skilyrt erlend lán eða sjóði, en samt sem áður eru engar betri lausnir fyrir hendi og engin án skuldbindinga.
Þegar reyndur fréttamaður spyr einfaldra spurninga sem aðrir hafa látið ósvarað er hann sagður einþykkur og snúinn. Hann lofar ekki harðstjóra né svikara og fellur ekki í þá gildru að þiggja ódýr kreppuráð sem engu hafa skilað. Þegar hann spyr um úthald þingmanns, hverjir hafi kosið hann og hve oft. Þegar hann spyr hvernig viðkomandi stjórnast í hóp, þá styðst hann við einhverjar upplýsingar sem hinir óbreyttu þekkja ekki enda fær hann engin svör. Góður fjölmiðlamaður reynir að vera sem flestum óháður þegar hann setur fram afrakstur erfiðis síns. Þar hefur Eiður margt umfram okkur hin sem erum allfrjálsleg í tjáningu, hann rekur ekki samtök né fyrirtæki og þarf ekki að óttast að einhverjir sniðgangi hann eða setji á kaldan klakann.
Sterkasta hlið hans hér á vefsíðum er móðurmálið sem hann umvefur skýringum og setur fram með þeim hætti að sem flestir skilja. Þarna kemur reynsla fagmannsins að góðum notum. Það útskýrir og hve margir vinsælir pistlahöfundar á netinu eru fyrrverandi blaðamenn, rithöfundar eða kennarar. Það er hvorki af hyskni eða leti ef menn skrifa ekki rétt og skiljanlegt mál eða þora ekki fram á ritvöllinn. Reynslu þarf í meðferð málsins, áræði og þor til að stíga fram og standa við eigin skoðun eða að viðurkenna mistök. Þá er ekki verra að hafa sértækan stíll sem vekur áhuga. Allir fremstu rithöfundar Íslands hafa náð lengst og mestri hylli þegar þeir beita töframætti móðurmálsins. Sama gildir um þá erlendu sem eru í mestu hæðum. Orson Wells lét aldrei neitt frá sér fara nema eftir langa og stranga yfirvegun og gagnrýni. Orðfærið skipti öllu máli og þar var ekkert skrúðmál en verk hans náðu hæstu hæðum og skilningi löngu eftir að skáldið var allur. Sama á við um Kafka sem hundrað árum eftir að hans frægasta skáldrit kom út er enn uppáhalds höfundur þeirra er leita svara um lífsgönguna. Farmsetning og uppröðun orðanna skiptir þar mestu máli.
Eiður fetar í fótspor meistara og forvera sinna í starfi. Hann er óragur við að finna að orðmyndunum annarra, gagnrýnir eða lofar. Kemur með uppástungur eða lætur aðra um að svara. Bloggið hefur þann kost umfram bækur og blöð að þar eru raddir sem geta birst hvenær sem er, sagt sitt álit á viðfangsefninu eða málum dagsins og síðan horfið, en þeim þarf oft að svara, annað jafnvel talið óviðeigandi. Flugeldasýningar í orðavali eru gerningar sem margir nota til að fá viðbrögð og athygli á netinu.
Eiður kemur sterkari út úr hverri orðahríð og ágreining sem hann býður upp á til að fá andsvör. Margir vilja ekki eyða tíma sínum í þæfing og kannski óværu því ný verkefni bíða. Eiður Guðnason telur það part af sinni netsíðu að leita að upplýsingum og uppfræða, ekki að veita svör við öllu. Fyrir það er maður honum þakklátur, en slagurinn er ábót, uppákoma á við margar stuttmyndir þar sem tekist er á til að styrkja umræðuna. En nú er fuglinn floginn og mörg blys á lofti.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Firnagóð færsla. Það upphefur andann að lesa svona skrif. Kærar þakkir!
Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 00:26
Þakka þér Björn. Þú ert á góðu uppstigi. Uppgötvaði þína netsíðu í síðustu viku á Mbl. sporbrautinni og nú er maður eins og hver annar fylgihlutur. Netbloggið er vaxandi upplýsingaveita og bókmenntagrein. Alltaf eitthvað nýtt og broslegt. Áramótaskaupið hans Palla er orðið hálf visið, merkilegt að hann skuli ekki kaupa pakkann út í bæ eins sjálfstæður og hann er.
Sigurður Antonsson, 1.1.2011 kl. 01:12
Sigurður, bloggið er fimmta valdið í þjóðfélaginu, sem lóðbein framlenging fjórða valdsins, sem talið er liggja hjá fjölmiðlunum. Mín síða er ekki hugsuð til áhrifa, valda, eða til að vera skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Hún er fyrst og fremst leikur fyrir mér, rétt eins og ég sagði í minni áramótakveðju: Alvaran og galsinn hafa hér haldist í hendur eins og ástfangið par. Þannig vil ég hafa það.
Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.