20.12.2010 | 11:22
Þörf skýrsla Seðlabanka
Seðlabankinn hefur unnið hér þarft verk. Skólar og barnabókahöfundar ættu að gera þessu skil í námskrá og eins hafa varnaðarorð um aðhaldsleysi í barnabókum uppeldislegt gildi. Samgönguleysið og einokun verslunar í aldir á þátt í þessu gæfuleysi með gjaldmiðilinn. Æðri menntun á peningasviði hefur átt að koma í veg fyrir ábyrgðarleysi í gengismálum, en hefur ekki dugað til. Strax í byrjun tuttugustu aldar við vélavæðingu smábáta var hér mikill verðbólga. Menn gátu borgað andvirði báta upp á góðri vertíð. Útgerðin var látin ganga fyrir, en í dag er gengissig óþarfi til að leysa skammtímavanda.
Rýrnun krónunnar 99,95% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Fyrir eina loðnuvertíð á 500 tonna skipi 1980, gat maður greitt andvirði 75% í nýrri 3gja herbergja íbúð. Ein loðnuvertíð í dag á 1200 tonna skipi nægir varla til að borga nýjan meðal stóran fjölskyldu bíl á borðið.
Valsól (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:52
Valsól
Fljótt skiptast veður í lofti. Krónan er ekki verðmætari en við viljum hafa hana. Um og eftir 1980 var mikið gengissig og stjórnmálamenn réðu ekki við neitt, sem lauk með því að tvö núll voru tekin aftan af krónunni. Þá var íslenska krónan og sú danska álíka verðmætar í nokkrar vikur. Ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að setja ákveðnar verklagsreglur í lög um Seðlabankann sem við viðhalda meiri stöðugleika í peningamálum. Tryggja þarf að Icesave samningurinn valdi ekki verðbólgu umfram það sem gerist í viðskiptalöndum okkar.
Sigurður Antonsson, 20.12.2010 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.