1.11.2010 | 00:14
Silfur Egils og ESB umræðan
Á ný hefur Agli Helgasyni tekist að fá áhugaverðan viðmælanda í Silfur Egils frá Frakklandi til að upplýsa sjónvarpsáhorfendur. Hinn 80 ára Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands sér þróun alþjóðamála í víðara samhengi en flestir stjórnmálamenn, enda síungur í alþjóðlegu samstarfi. Nú með málefni heimskautasvæðanna á sinni könnu í umboði Frakklandsforseta. Það liggur við að maður óski að Ísland njóti stjórnvisku hans næstu tvö árin, líkt og þegar Eva Joly kom hingað til að aðstoða við rannsókn á hruni bankanna.
Föðurleg ummæli Michel um ESB aðild kunna að koma mörgum á óvart sem telja að smáríki geti staðið fyrir utan bandalög í heimi sem sífellt er að minnka. Raunasaga franska frankans er ekki síður dapurleg en þróun krónunnar. Viðmælendur Egils virðast vera á sama máli, þar á meðal Andri Geir sem bendir á að fólksflutningar til Norðurlanda geta enn aukist ef okkur tekst ekki að ná tökum á okkar málum sem komin eru á endastöð. Andstæðingar ESB eru ekki sannfærandi og með skýrar lausnir í atvinnumálum aðrar en að hrópa; Komið hjólum atvinnulífsins af stað. Án þess að geta um vexti, vaxtaálag, afrakstur eða hvaðan fjármagn eigi að koma. Allur þátturinn undirstrikaði hversu illa stjórnmálamenn og um leið almenningur hefur brugðist við vandamálunum. Njörður Njarðvík botnaði nálgun Egils og gerði það vel.
Á sama tíma og við erum að reyna að nálgast orsakavalda kreppunnar safnast tvöhundruð þúsund manns saman í Washington til að andmæla stjórnmálamönnum. Telja þá ekki hafa sýnt ábyrgð í umræðunni og fjármálum, eins og verðlausu húsbréfin og taumlaus útgáfa ríkisskuldabréfa sýna. Flestir Bandaríkjamenn gera sér grein fyrir að kreppan er heimatilbúin, þó hefur verðbólgan frá stríðslokum þar aðeins verið brot af okkar stjórnleysi og gengisfellingum. Þegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna um 1960 kostaði herraklipping 1 1.5 dollara en nú 50 árum síðar um 10-15 dali. Verkamannalaun voru þá á Íslandi 2500 krónur á mánuði, en eru nú um 300.000 krónur.
Trúlega munu margir netskrifarar halda því fram að RÚV sé misnotað í þágu ESB aðildarumsóknar og að Egill hafi farið yfir strikið. Við sem teljum að Ísland eigi heima í ESB eða í nánu stjórnmálasamstarfi við stærri ríki eins og Kanada, en höfum ekki blandað okkur í umræðuna munum einnig fá á baukinn. Umræðan mun verða áköf, en netið mun í þessum efnum eins og öðrum hafa afgerandi áhrif á hvernig mál framtíðar þróast.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Sammála öllu hérna, svo einfalt er það
Jón Gunnar Bjarkan, 1.11.2010 kl. 01:25
Sæll Sigurður.
Það er um að gera að viðra sínar raunverulegu skoðanir og pælingar og vera trúr sannfæringu sinni. Þar gerir þú vel.
Ég tek undir það með þér að umræddur þáttur Silgur Egils í dag, 31.10.2010, er allrar athygli verður. Ekki síst fyrir þá sem fyrirfram hafa tekið upp þá skoðun að vera á móti ESB og jafnvel á móti umræðum um kosti þess og galla, sem er enn verri afstaða og hættuleg þjóðinni. Slík afstaða manna virðist mótast af rómantískum tilfinningum einum saman en ekki raunsæi. Eða, hvernig er hægt að taka vitræna afstöðu um þýðingarmikil mál án þess að skoða þau á sem hlutlausastan hátt áður en tilfinningum er hleypt að dómarasætinu?!
Heitustu þjóðernissinnarnir ganga ekki erinda föðurlandsvinarins Einars þveræings um að halda "sjálfstæði" landsins, með því að hafna samstarfi við stórveldin umhverfis. Þvert á móti.
Við stöndum frammi fyrir því nú að endurskilgreina hvað felst í "sjálfstæði" þjóðar í heimsþorpinu Jörð, efnahagslega og stjórnmálalega séð, og hvernig því sjálfstæði í skilningi samtímans verður helst náð og varðveitt til lengri tíma litið í friði.
Ég er að sjálfsögðu fylgjandi sem mestri og bestri upplýstri umræðu um ESB-aðild. Viðmælendur Egils í þættinum í dag drógu upp afar þýðingarmikil atriði, sem ekki hafa verið áberandi í "umræðunni" (gagnstæðum upphrópunum) hérlendis hingað til: Að hugsa til framtíðar í langtímasamhengi og láta af "stórveldið Ísland"-hugsunarhættinum.
Einnig held ég að almenningur geri sér ekki grein fyrir því að stefnuleysið og óvissan um efnahagslegan ramma um atvinnulífið á Íslandi, séð frá bæjardyrum hugsanlegra erlendra fjárfesta og viðskiptaaðila, er þess valdandi að þeir halda að sér höndum. Stöðnunin og afturförin undanfarin tvö ár sannar það.
Hér mun ekkert afgerandi gerast til að koma framleiðslu- og gjaldeyrisskapandi atvinnulífi landsins á gott og uppbyggilegt skrið fyrr en þessir þættir eru komnir í fastar skorður. Annað er blekking!
Það er auðvitað hárrétt sem fyrrv. forsætisráðherra Frakklands bendir á að Ísland er peð á vettvangi stjórnunar alþjóðlegra efnahagsmála og stjórnmála. Það mun lítið verða um sjálfstæði og fullveldi Íslands utan stórra sambanda í því kapphlaupi og keppni stórþjóða sem er í uppsiglingu hér á norðurslóðum nú þegar og í sívaxandi mæli í framtíðinni. Hrokafullur þjóðarrembingur frá Íslands hálfu mun mega sín lítils í þeim leik.
Þeir sem hafna raunverulegri umræðu um ESB-aðild og allri hjálp til að efla þá umræðu og fela sig á bak við lítt ígrundaða eða órökræna sleggjudóma ættu að hugsa sinn gang og um mikla ábyrgð sína. Þar er um að ræða aðila bæði til sjávar og sveita. Þeir ættu einnig að íhuga það alvarlega hvort farsælla sé að finna bestu lausnina fyrir þjóðarheildina og almenning í landinu eða halda sérhagsmunum til streitu. Hvernig er vænlegast að varðveita sið og frið í landinu?
Það er tímabær og grafalvarleg áminningin sem röksnjall Njörður P. benti á í lokin um það hvers vegna "dýrin" á bænum urðu um síðir að taka völdin: Láta lífið ella! Vilja stjórnmálamenn og ráðandi öfl í þjóðfélaginu framkalla slíkt ástand á Íslandi? (Það er að vísu þegar brostið á í formi atgervisflótta frá landinu eins og Andri Geir benti á!). Ég held ekki, en þau gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim möguleika; sjá ef til vill ekki út fyrir hina háu múrveggi sérhagsmunanna að tímar slíkra þröngsýnna sjónarmiða meðal lítillar þjóðar eru taldir.
Kristinn Snævar Jónsson, 1.11.2010 kl. 01:58
Takk fyrir þetta. Mér finnst umræðan heldur einhæf hér á blogginu og á stundum eins og í trúarbragðarstíl. Við höfum þegar tekið við um 70-80% af regluverki ESB og getum auðveldlega tekið skrefið til fulls. Við getum með skynsamlegri nýtingu auðlinda okkar staðið okkur vel innan ESB eins og frændur okkar Danir. Viðskiptin eru mest við ESB lönd og hægt væri að selja raforku þangað líka fyrir mun betra verð en nú er gert. Áríðandi er að ná góðum samningum og það er venjulega hægt með góðu þreki og vinnu.
Sigurður Antonsson, 1.11.2010 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.