25.10.2010 | 00:14
Ríkisútvarpið
Á stórafmæli RÚV er sjálfsagt að þakka það sem vel er gert. Á Rás 1 á laugardag var bráðskemmtilegt viðtal við sagnfræðing um fyrstu útrásarvíkingana sem fóru til Bretlands. Útibú frá Naustinu var sett upp í Lundúnum á árunum eftir 1960. Þá ríkti hér bjórbann og örfáir veitingastaðir voru í bænum. Veitingamaðurinn í Naustinu var í farabroddi ásamt nokkrum áhugasömum kjötkaupmönnum frá SÍS félögunum, framsóknarmönnum sem fengu ríkisstyrk í framtakið. Allt fór úrskeiðis sem hugsast gat, en áfram var haldið því reiða skyldi fram allt það kræsilegasta sem landinn hafði upp á að bjóða. Betra seint en aldrei hjá sagnameistaranum því svona þáttur hefði mátt koma nokkrum árum fyrr og ætti að vera skólabókadæmi um ótímabæra íslenska útrás. Þessi lærdómur hefur lengi leigið í láginni en ætti að vera upp á borðinu ásamt sölu á mælum og innviðum Orkuveitunnar.
Hver þátturinn öðrum betri er á sunnudögum sem einkastöðvar eiga erfitt með að bjóða upp á. Þættir Jónasar Jónassonar eru sígildir og það hlýtur að vera kominn tími til að heiðra þann ágæta útvarpsmann ef það er ekki búið. Þættir Viðars Eggertssonar í útvarpi eru ekki síður áhugaverðir en leiksýningar sem hann leikstýrir. Kastljósið er misjafnt, en oft tekst þeim vel upp, eins og s.l. miðvikudag þar sem aðdragandi Landeyjarhafnar var reifaður og viðtal við Þorsteinn Eggertsson skáld, sjötugan. Kastljósið reynir áreiðanlega á úthaldið hjá þeim sem eiga stöðugt að koma fram með áhugavert listrænt efni, fréttaskýringar og viðtalsþætti sem mikið framboð er af.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.