"Nytsamur sakleysingur" á kjördegi?

Nýjar kynslóðir eru að kjósa í fyrsta sinn í dag og vita misjafnlega mikið um ógnir kommúnista sem stjórna Rússlandi í dag, með einræði og takmörkuðu málfrelsi.

Það er ekki langt síðan öfgamenn í Rússlandi hótuðu að gera Íslandi að rússnesku fangelsi, fanganýlendu að hætti Gúlagsins. Þeir Íslendingar sem hafa farið til Rússlands á dögum vöruskiptaverslunar og í dag ferða menn á vegum ferðaskrifstofunnar Bjarmalands vita hve frelsið í dag er takmarkað við Volgubakka. 

Það er því dapurlegt að vita að einstaka útvarpsstöðvar eða fjölmiðlar skuli lofa árrásarstefnu Rússa sem birtist í Úkraínu í dag. Hvað þá hlusta á einstaka forsetaframbjóðendur  sem trúa því að þeir geti farið með hvítan samningsfána til Kreml og samið um frið í Austur Evrópu. Málfrelsi er einnig takmarkað í Georgíu af ráðandi stjórnmálamönnum handgegnir Rússum. Þessi lönd eiga bæði landsvæði að Svartahafi og hafa það sameiginlegt að Rússnesk stjórnvöld sækjast eftir yfirráðum í landi þeirra.

 

Almenna Bókafélagið gaf út á sínum tíma bók undir heitinu Nytsamur Sakleysingi, "Jeg var Sjovetspion" eftir Norðmanninn Otto Larsen. Hann trúði á skipulag kommúnista í Rússlandi á stríðsárunum, en var síðan varpað í margra ára þrælkunarvinnu í Gúlaginu. Bókin var þýdd af Guðmundi G Hagalín og endurútgefin 2017 í minningu Eyjólfs K. Jónssonar. Þess má geta að á árunum eftir stríð voru þeir sem trúðu blint á Sovétið oft nefndir "málpíur Kremlvaldsins" eða Rússadindlar. 


mbl.is Halla efst í veðbönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2024

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband