Meistari Kjarval og fundurinn. Samstaða leiðtoga

Fjölmiðlar breytast ört og fárið mikið. Netöldin tekur miklum breytingum á hverju ári. Verður gervigreindin til að gera endanlega út af við blöðin eða endurreisa þau í nýju umhverfi? Hvað stendur upp úr sem sannleikur er tvíbent. 

Forsætisráðherra Breta taldi ekki ástæðu til að stoppa hér lengi við á toppfundi Evrópuráðsríkja. Viðveran innan við sex klukkustundir? Getgátur eru hafðar uppi um hvað hafi valdið? Ráðið för eða hversvegna hann hafi ekki borðað íslenska skyrið?Eitthvað þjóðlegt eða smáborgaralegt við þetta? Farið í fússi af landi brott eftir mikilvæga undirskrift?

Á blogginu er reynt að tortryggja eða snúa við staðreyndum.  Evrópuráðið sagt ætla að koma á fót nýjum stríðsglæpa dómstól? Fyrir löngu var kominn tími til að standa saman mót innrásum Rússa í nágranaríki.  Skráðar styrjaldir Rússa á einni og hálfri öld inn í nágrannaríki eru yfir eitthundrað.

Hvað eru menn að réttlæta? Þekkja yngri menn ekki glæpi Stalíns tímabilsins. Sjá menn ekki á skjánum eða heyra um skelfingu og grimmd einræðisherrans í Hvíta-Rússlandi? Nágranaríki Rússa óttast síendurtekna einræðistilburði þeirra, það kom skýrt fram á ráðherra fundinum. 

Rishi Sunak forsætisráðherra hefur augljóslega í mörgu að snúast. Tveimur dögum síðar birtist hann á sjónvarpsskermi á toppfundi suður í Arabíu. Þar var fyrir Biden forseti og  brosandi leiðtogi Ítalíu, Giorgia og fleiri fyrirmenni. Til að staðfesta enn betur samstöðuna meðal lýðræðisríkja fóru margir þjóðarleiðtogarnir til Japans.

Sunak er augljóslega þrekmikill maður og dugnaðarforkur sem vinnur vel fyrir sinn flokk og þjóð. Áður höfðu Bretar hafnað tveimur frambærilegum frambjóðendum í embætti forsætisráðherra sem áttu að koma versnandi efnahag landsins í lag. Á sama tíma og stríðþjáðri Úkraínu er sýndur veglegur stuðningur.

Íslenskir gestgjafar á fundi Evrópuríkja sýndu með sama hætti framtak sem verður lengi haft í minnum.  

Kjarval málari hafði mikla kímnigáfu og vissi að með léttum töktum gengi allt betur. Ungur að aldri sá ég hann í Listamannaskálanum í aðdraganda að sýningu. Konunnar sem voru að aðstoða við hengja upp myndirnar spurðu Kjarval í þaula hvaða hæð hann vildi hafa eina litla mynd. Eftir að hafa fært hana upp og niður nokkra stund fyrir framan Kjarval sagði meistarinn: Príma og gekk í burtu. 

Verk Kjarvals munu standa fyrir sínu um ókomna framtíð. Misjafnlega útfærð en öll góðar minningar um óviðjafnanlegan listamann sem fórnaði sér fyrir listina. Hver dráttur í mynd eða litur í málverki hans var sannur gleðileikur þess sem sér lífið með innihaldi hins sanna listamanns. Þess sem vill að við sjáum fegurðina. Í litum og ljósbrigðum sem birtast okkur á hverjum degi. Ljóslifandi myndir sem eru ávarp um hið góða í lífinu.

Jón Magnússon er með skemmtilega sögu af Kjarval á bloggi sínu 18. maí. Þær eru margar sögurnar og gott verkefni fyrir þá sem vilja skrá betur sögu meistarans.


mbl.is Lasta Kristersson og lofa Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2023
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband