27.11.2023 | 07:55
Grindvíkingar, þeir sem vilja fari heim fyrir Jól?
Íbúar Grindavíkur eru ýmsu vanir á sjó og landi, hafa staðið af sér margar jarðskjálftahrynur síðastliðin 3 ár. Harðduglegt fólk sem skapar mikil verðmæti og búa við fjölbreytt mannlíf. Það á skilið allt það besta af samborgurunum þegar óvissan knýr dyra. Gaman var að heyra í ungum dreng sem sagðist vilja heim þegar mestu lætin væru yfirstaðin. Sama sagði öldruð kona sem varð að yfirgefa Heimaey í gosinu 1973 og nú Grindavík.
Misvísandi álitsgjafar, fræðimenn í vísindum um framvindu kvikuinnstreymis eru ekki að auka hróður jarðvísinda á Íslandi. Oft ábyrðarlaust tal og spádómar þegar þeim er stillt upp fyrir framan myndavélarnar. Flestir fjölmiðlar fá fé frá ríkinu og eru í ákveðnu ríkisskjóli. Telja sig eiga að fá ábúðamikill svör? Þeir ráða för og geta skapað hræðslu út fyrir landsteina með fréttaflutningi og umfjöllun.
Gos á La Palma norðvestan við Tenerife fyrir um 3 árum fór yfir íbúðabyggð án þess að hafa í för með sér manntjón, en eignatjón varð mikið. Fréttir þaðan voru talsverðar en vöktu ekki mikla athygli á meðan gos stóð yfir í þrjá mánuði. Þeir svartsýnustu spáðu stórri flóðöldu sem myndi ná ströndum meginlandsins. Íbúar á Havaii og við Napólí á Ítalíu hafa oft þurft að flytja á brott í skyndi vegna eldgosa. Fylgifiskur þess að búa á eldgosalandi, þar sem síbreytileg kvika er undir niðri.
Þegar rætt er um mögulega gosstaði í kringum Grindarvík eru þeir á tiltölulega stóru svæði. Allt frá Eldvörpum til Fagradalsvæðisins og í áttina að Húsafelli norðaustan við Grindavík. Ef gos verður á þessu stóra svæði sem er allt að 100 sinnum stæra en byggðin í Grindavík eru margar flóttaleiðir í allar áttir.
Íbúar eiga að fá að ráða meira för. Læra að meta áhættuna af dvöl á staðnum í samvinnu við Almannavarnir og björgunarsveitamenn. Alla vega þeir sem telja það óhætt að stunda vinnu á staðnum. Búa í haginn fyrir heimkomu íbúa. Ekki má gleyma að við hverja nýja raun fylgir áskorun.
Nær engar líkur á gosi í Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson