Forleikurinn að endalokunum? Fámennt land eitt kjördæmi

Allt landið þarf að vinna vel saman sem heilstæð heild. Tímar breytir frá því þingmenn voru sendlar, sendir suður til kaupa varahluti og fá skammtíma víxla fyrir kaupfélagið. Sigmundur Davíð hafði á lofti slagorðið "Landið allt". Hefur eflaust blöskra og fundið það óþarfa að þurfa að fara Norður-Austur til ná árangri. Miðflokkurinn kom vel út í Norður austurkjördæmi. Fékk 2 þingmenn og að baki hverjum þingmanni 2194 atkvæði.

Framsókn gerði enn "betur". Þurfti aðeins 1694 atkvæði til að ná inn þingmanni. Á kostnað kjósenda í Suður vesturkjördæmi? Samfylkingin þurfti að smala 6771 atkvæðum til að ná inn einum þingmanni í S.V. Slík ósamræmi er ekki samboðið kjósendum. Sambandið hafði á sínum gullaldartíma svipuð forréttindi þegar Framsókn réði ríkjum með Sjálfstæðisflokki.

Sjálfstæðisflokkur er að gjalda afhroð af því að hann hefur ekki náð að aðlaga sig breyttum tímum. Missir launþega og öryrkja sem vilja geta staðið á eigin fótum og eru illa staddir. Kjósendur sem vinstri flokkarnir hafa ekki áhuga á að styðja. Framsókn gæti átt eftir að falla á eigin forréttindum. Engu munaði að Lilja yrði úti. Forleikurinn byrjaður?

 


mbl.is Hvað ef landið væri eitt kjördæmi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Ef litið er út fyrir okkar landsteina þá er svipað uppi á teningnum og þú lýsir. Atkvæðum er mis dreift eftir því sem Stjórnarskrár og Þing heimila. Ástæðan, þegar á botninn er hvolft, er að öllum líkindum sú að borgir, með samanþjappaðan kjarna, hafa ekki hagsmuni annara en sinna að leiðarljósi. Ekkert að því sem slíku. En það mögulega veldur ákveðnum lýðræðishalla og gæti hindrað réttmæt áhrif dreifðari byggða. Það er meðvitaður gjörningur að meta vægi atkvæða meira á einum stað frekar en öðrum og Lýðveldið Ísland er ekki það eina sem vegur atkvæði kjósenda eftir kjördæmum. T.a.m. er í USA kerfi sem mögulega þætti óréttlátt m.v. fjölda atkvæða pr. þingmann. Það er samt sem áður talið réttlátt skv. ofansögðu varðandi borgir og dreifbýli. Ef 75% Þjóðarinnar býr í 30 km radíus frá Alþingi og hefði 75% þingmanna, hvernig væri þá þverskurður þeirra sem sitja á Alþingi?

Sindri Karl Sigurðsson, 29.10.2017 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband