Helvíti á jörð. Viðvaranir og grimmileg örleg virðast engu skipta.

Í áratugi var Almenna bókafélagið vörður og skjöldur þeirra afla sem reyndu að upplýsa um hættur sem einræðisherrar skapa. Á seinni árum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson haldið uppi merkinu og sent frá sér margar bækur um efnið. Hann hefur ítrekað fengið á sig ómálefnalega gagnrýni frá fólki úr háskólasamfélaginu. Frá vinstri mönnum sem reyndu að gera skrifin tortryggileg. 

Örlagasaga Ottós er ekki ný af nálinni. Einræðisherrar eru oftar en ekki örlaganornir. Þeir skjóta upp kollinum þegar minnst varir og nota sér aðstæður til að auka eigin völd og áhrif. Sagan endurtekur sig í öllum þjóðfélögum í mismiklum mæli. Það eru sakleysingjarnir sem viðhalda ástandinu með aðgerðaleysi og stuðningi sínum. 

Í frétt Mbl.is 20.6 var þess getið að Otto hafi verið "Afburðasnjall og hjartahlýr". Það hefi getað átt við um marga íslenska rithöfunda sem aðhylltust stefnu kommúnista. Skálda sem fóru margar ferðir í austurveg til að verða blekktir og heilaþvegnir af fagurgala kommúnista.  

Örlagasaga Ottós er viðvörun til okkar. 


mbl.is „Og nú er lífi hans lokið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú býrð á Íslandi, lygablekkingar og þvættingur daglegt brauð.  Þú býrð í vesturheimi, þar sem fyrir ríkjum ráða Bandaríkin með heimsvaldastefnu sinni.  Þú styður sölu á vopnum og hergögnum, til Saudi Arabíu þar sem fyrir er einræðisríki sem pyntar fólk og tekur af lífi á ógeðfeldan hátt.  Engin lög ríkja. Og Tyrklands, sem er óvinveitt Evrópu (Það er Saudi Arabía líka), og kastar nútíma fræður fyrir lygasögur trúarbragða.

Þetta gerir þú, vegna þess að meðan þú hefur nóg að bíta og brenna ... er þér andskotans sama.

Ef Sovétríkin hefðu ekki orðið fyrir þeim skakkaföllum, og algerum uppskerubresti ... væru þau ennþá til staðar.  Það var einungis hungrið, sem fékk fólkið til að krefjast betrumbóta.

Og þú ert síður en svo skárri ... þú styður ríki, sem hafa stærri glæpi á höndum en Nasistar Þýskalands.

Þú spyrð einskis, vegna þess að þú hefur nóg að bíta og brenna ...

Stærsta afstæðusögn nútímans er Kína ... Kína er meira kapitalistískt en Bandaríkin.  Og það er meira "lýðræði" í Kína, en á Íslandi.

En þessu "trúir" þú ekki, því í Biblíu ritum þínum stendur eitthvað annað ... og hugur þinn "þorir" ekki að spyrja spurninga, og kanski "voga sér" að setja líf þitt á vonarvöl.

Þú ert mannlegur, eins og allir aðrir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 08:32

2 Smámynd: Óskar

Hlægilegt kjaftæði. Hannes Hólmsteinn var manna duglegastur að verja morðingjann Pinochet og fleiri einræðisherra. 

Óskar, 24.6.2017 kl. 10:39

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sælir Bjarni og Óskar.

Kína er athyglisvert fyrir marga hluti. Fólkið lausnagott, iðið og maturinn einstakur. Mannlíf sem býr að langri menningasögu. Bandaríkin hafa gert stór mistök og sent sína ungu drengi í gin Dauðans hvað eftir annað þegar aðrar aðgerðir hefðu dugað. Trump hefur verið að bæta mannlífið og atvinnurekstur á heimavelli og sagt okkur og fleirum að vera á varðbergi. 

Lífsstarf Hannesar er að mörgu leyti einstakt. Hefur alla tíð varið einstaklingsfrelsið og stutt við bakið á atvinnulífi. Verðmætasköpun sem heldur uppi velmegun sem við búum við. Fáir hafa verið eins einarðir í þeirri vinnu. Rithöfundur góður.

Sigurður Antonsson, 24.6.2017 kl. 11:03

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarne karlinn er alveg kominn hér út á þekju.

Óskar er þar hins vegar af gömlum vana. Ekki varði dr. Hannes Pinochet.

Alveg er það merkilegt, Sigurður minn, hvernig sósíalískir verjendur sovézka kúgunarvaldsins töldu sig þess umkomna að ráðast á Hannes Gissurarson. Þvílík var heiftin, að fekk ekki einu sinni að vera í friði með nafnið sitt! Hatrið virtist það sem þeir lögðu upp með, enda vafalítið átt að heita eðlilegur partur af eðlilegu stéttahatri kommúnista. Þetta lið hefur sannarlega ekki fengið uppgerða sína reikninga fyrir allt sitt áróðursgaspur á stórum hluta 20. aldar.

Heiður áttu skilinn fyrir að standa með Hannesi. Við hlustum ekki á tautið í Bjarne og Óskari. Óskar var t.d. mikill Iceesave-greiðslu-sinni, gat ekki staðið með þjóðinni í því efni fremur en öðru.

Jón Valur Jensson, 24.6.2017 kl. 16:53

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Jón Valur

Þakka þér innlitið. Eftir því sem ég verð eldri sér maður hvað margir hafa þurft að líða fyrir að halda uppi merki einstaklingsins og frelsis. Sem betur fer eru flestir  sterkir einstaklingar sem geta staðið uppréttir í vindi. Þola mótvind. Man ég sérstaklega eftir Geir Hallgrímssyni borgarstjóra, þeim öðlingsmanni sem gerði sér far um að heimsækja fyrirtækin í borginni. Margir fleiri forystumenn sjálfstæðismanna hafa ekki fengið þau eftirmæli sem þeir áttu skilið.

Þeir sem hafa helgað sig fyrirtækjarekstri sjá ekki alltaf götuna fyrir illgresi og gera of lítið af því að þakka fyrir sig. Hér á blogginu er góð grein eftir Rúnar Kristjánsson um sjálfala eftirlitsvald. Nýlegt vald sem getur sett atvinnurekstur í blindgötu á undraverðum hraða. Skemmst er að minnast á Kastljósþætti RÚV sem notuðu valdastofnun til að jarðsetja fyrirtæki á met hraða. 

Sigurður Antonsson, 24.6.2017 kl. 18:05

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisvert hjá þér ýmislegt hér. Kærar þakkir fyrir svarið.

Jón Valur Jensson, 26.6.2017 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband