Fall er fararheill. "Sigmundur Davíð er rétt að byrja" sagði faðir hans

Blágrænu og gráu flokkarnir fóru í kosningar með miklar væntingar. Höfðu gert sér háar hugmyndir um að kjósendur myndu gleypa hráar hugmyndir þeirra um skattahækkanir á mesta velmegunarskeiði eftirstríðsáranna. Kastljós ríkisútvarps hóf leikinn með undirspili frá sænskum vinum.

Hér væri vondur forsætisráðherra sem sæti að svikráðum við þjóð sína. Einungis þyrfti að víkja honum úr vegi og þá gætu hinir blágrænu tekið við og mótað draumalandið. Hann stendur eftir keikur og heldur upp á 100 ára afmæli flokksins í sínu kjördæmi. Flautuliðið hefur yfirgefið sviðið. Aðeins Shakespeare gæti gert betur. Öðrum þætti er lokið og framhaldið óráðið.

Sigmundur virðist glöggur á stóru málin og hefur með Sjálfstæðisflokknum gert góða hluti sem speglast í betri hagvexti. Hefur pólitíska yfirsýn sem fáir hafa. Hvort kosningar í vor breyta stöðunni er ekki gefið. Hér er sama að gerast og á meginlandinu. Margir smáflokkar verða að getað náð saman með auknu lýðræði og stjórnvisku. 

Nýútkomin bók Þór Saari hagfræðings um Alþingi Íslendinga gefur ekki mikla von um að lýðveldið Ísland verði stjórnhæft á næstunni.


mbl.is „Dómadagsvitleysa“ að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Að mínu mati voru þessar kosningar í haust bara til að bjarga einum manni. Þar var Bjarni Benediktsson bara að bjarga sjálfum sér. Því hann vissi að ef hann léti þetta ekki eftir vinstraliðinu, nú þá hefði hann hlotið sömu örlög og Sigmundur Davíð. Því hann var á kafi í panamaruglinu og svo mörgu öðru að Sigmundur hefði fallið í skuggann. Þetta var snjallt bragð hjá Bjarna en virkaði ekki alveg eins og til var ætlast.

Steindór Sigurðsson, 14.12.2016 kl. 20:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjarn fæddist ekki í gær inn í pólitískt vafstur og veit því vel að þriðjungur ríkja ESB eru skattaskjól.Á toppnum tróna Holland og Luxemburg,þar sem Junker var forsætisráðherra,en nú forseti framkvæmdasviðs ESB.   

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2016 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband