Framsókn á leik og velur bankastjóra

 

Allt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki tilbúinn að taka að sér stjórn. Allt of skammur tími er liðinn frá hruni. Hafi það verið einlægur vilji flokksmanna að ná yfirburðarstöðu í kosningum hefði stefnuskráin verið á öðrum nótum. Foringjaúrvalið er ekki breiður bekkur í stjórnmálum. Það tók Margréti Thatcher um 20 ár að þroskast sem stjórnmálamaður. Undirbúningur fyrir lengstu valdatíð forsætisráðherra á Bretlandi. Hún steig fram á réttu augnabliki með nýjar lausnir.

Jóhanna hefði orðið betri þingmaður og smiður íbúðarlánasjóðs hefði hún lært með dönskum. Hún hafði nægan undirbúning en tækifærin komu ekki fyrr en í uppgjöri hrunsins. Menntun lögfræðinga er ekki best til fallinn að undirbúa stjórnmálamenn undir alþjóðlega samvinnu. Lítið þjóðríki kalla á hæfileikaríka stjórnmálamenn sem eru víðsýnir og rjúfa einangrun Íslands. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og yfirburða stjórnmálamaður hlaut menntun í Berlín löngu fyrir stríð. Hann gerði flokkinn að breiðfylkingu. Ekki er hægt að ætlast til að sagan endurtaki sig.

Framsókn er með galdramenn innanborðs sem kunna tökin á Könum. Fólkið trúir á hið óvænta og sér drauga í "hrægömmum" sem hafa sest að matarborðinu. Trúir að útlendingar geti rekið banka, ekki íslenskir gammar sem flokkurinn velur eftir uppgjörið. Aldalöng einangrun og hnútukast við Dani hefur markað sín spor. Framsókn á næsta leik og Flokkurinn heldur sig til hlés? 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband