Nubo-æðið og fjárfestingar

Skemmtilegt er hve Nubo-fárið heillar landann. Hér geta allir haft ólíkar skoðanir á áhuga Nubos á víðerninu og velt sér inn í nafla alheims. Hvar sem menn standa í stjórnmálum má alltaf finna nýja vinkla og púsla. 

Í síðasta hefti Time er fjallað um Nubo og Grímsstaði. Vikutímaritið setur þá í samhengi við söluna á Saab og Volvo til kínverska fyrirtækja þar sem um er að ræða miklu hærri upphæðir. Blaðamaðurinn gleymir að geta um sölu á eignum í Ameríku til Kínverja. Fáar þjóðir hafa efni á að slá hendinni á móti seðlabúnti frá Kína. Vesturlandabúar hafa á liðnum áratugum fært Kínverjum tækniþekkingu á silfurfati og nú er komið að þeim að hressa upp á deyjandi iðnað í Evrópu.

Kaninn hefur gert hið sama með sínum alþjóðlegum fyrirtækjum og plantað þeim nánast allstaðar með góðum árangri, án þess að fá þjóðir upp á móti sér. Þeir hafa yfirgefið lönd jafn skjótt og þeir komu allt eftir því hvernig vindurinn blæs. Helsti vandi við brottför hersins héðan af landi var að við vildum ekki sleppa af þeim hendinni. Eini munurinn er að þeir eru lýðræðisríki en Kína stjórnað af fáum útvöldum.

Af öllum erlendum fjárfestingum í Evrópu er Kína með aðeins lítið brot, um 3% segir Time. Ameríka er með um 30%. Suðaustur-Asía og Kanada með 9 %. Hlutur Kína hér í fjárfestingum er langt innan við 1 prósentustig. Í Evrópu bukta og beygja ráðamenn sig fyrir komu Kínverja líkt og við vorum vanir að gera. Hvað hefur breyst? Ekki er verið lengur að tala um landssölu. Eru kínversk áhrif verri en amerísk eða pólsk. Því skyldu íslenskir ríkisborgarar fá að reka hótel í Kína? Er Ísland að lokast frá umheiminum?  


mbl.is Fundaði með Fjárfestingarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband