Er griðland raunhæft

 

Á Visa.is má sjá eftirfarandi tilkynningu: "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um að alþjóðlegu kortafyrirtækin VISA og MasterCard hafi hafnað viðskiptum við Wikileaks, viljum við koma eftirfarandi á framfæri: VALITOR hefur aldrei átt í viðskiptasambandi við Wikileaks og því hafa greiðslur íslenskra korthafa til Wikileaks farið í gegnum annan færslumiðlara. Við höfum ekki fengið upplýsingar um ástæður aðgerða alþjóðlegu kortafélaganna Visa og MasterCard enda er VALITOR ekki aðili að málinu.Truflanir á vefsíðum VISA EU og MasterCard Inc. hafa ekki á nokkurn hátt haft áhrif á kortanotkun hérlendis eða í útlöndum."

Valitor er ekki íslenskt heiti en nafnið á eflaust að standa fyrir einhverju sem er í gildi eða því sem lögmætt er. Íslenskur barnalegur tónn er í tilkynningu Valitors, en hvert eiga viðskiptamenn að snúa sér ef Alþingi lætur málið til sín taka.

Hverjir skyldu eiga hin alþjóðlegu kortafyrirtæki Visa og Mastercard nema Bandaríkjamenn? Við eigum líka að fá að vita hver á Valitor? Ekki er nema eðlilegt að Bandaríkjamenn vilji að sín fyrirtæki starfi með heill Bandaríkjanna í fyrirrúmi. Í Bandaríkjum nýta menn sér lekastarfsemi Wikileaks í pólitískum tilgangi og vilja að hryðjuverkalög nái yfir Assange. Sarah Palin "forsetaframbjóðandi" telur að Julian Assange hafi brotið amerísk lög og ætti að vera handtekinn og lögsóttur. "Hendur hans eru blóðugar."

Útrásarstarfsemi víkinga okkar mistókst og enn erum við með óleysta Ice-deilu. Er á bætandi þegar vekja skal athygli á sérstæðri eyþjóð. Höfum við getu til að takast á við flókin alþjóðleg deilumál og því yfirgáfum við Kabúl-flugvöll í skyndingu?


mbl.is Skorar á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband