Eina stjórnarandstaðan. Landsvirkjun í tómarúmi

Sigmundur Davíð með sinn þingflokk heldur uppi gagnrýni á kerfið. Gagnrýnir embættismannastjórnun í stað pólitískra meðvitmundar og umræðu á Alþingi. Kerfisflokkarnir láta embættismennina um stjórnun landsmála segir Sigmundur. Aðeins örfáir þingmenn hafa þekkingu og þor til að andmæla tilskipunar og reglugerðavaldinu sem á upptök sín hjá ríkisstjórninni eða ESB.

Sigmundur er með góða kostnaðarmeðvitund og sér oft tækifæri þar sem aðrir blunda í vellystingum. Landsvirkjun er allt í einu orðin uppáhalds fyrirtæki þeirra sem ráða ríkiskassanum. Í stað þess að fjárfesta til framtíðar er Landvirkjunin að treysta á arðsemi af núverandi virkjunum miðað við að orkuverð hækki stöðugt í framtíðinni. Landsvirkjun ætti að vera að auðvelda landsmönnum öryggi í raforkudreifingu, tryggja orku og aðgengi til framtíðar. Hvort samkeppnin og skilvirknin aukist með kaupum á Landsneti er óvíst.

Landsvirkjun var með uppi áform um að setja upp vindmyllugarð við

hálendisbrúnina. Nýta möguleika sem óvíða eru eins miklir vegna lægðagangs sem kemur sunnan úr Atlandshafi. Íslendingar hafa ekki getu eða burði eins og Norðmenn til að kaupa hágæða álver í Straumsvík. Forðast alla áhættu og setja allskonar skilmála.

Sigmundur bendir á að að lífeyrissjóðirnir eru í sama farinu og Landsvirkjun. Treysta á að þeir fái áfram háa vexti hjá ríki í stað þess að taka þátt í framtíðaratvinnurekstri. Stóriðjan væri tilvalið tækifæri þar sem aðrir hafa ekki burði. Fjármálakerfið er enn á brauðfótum og ekki bólar á lækkun vaxta og verðbólgu.

 

 


mbl.is Sama upplifun og í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. mars 2019

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband