Blind akstur. Eru bílstjórar jafn ábyrgir og skipstjórar?

Lítið öryggi þegar allt að tíu stórir bílar fara út af í blindhríð? Fyrir utan tjónið á bílunum vel sloppið. Lögreglan segir að bílstjórar séu eins og skipstjórar, ráði ferð. Mikið til í því. Ekki eru allir ökumenn vanir íslensku vetraveðri. Snöggri ísingu og óvæntum vindsviptingum við há fjöll.

Vanir skipstjórar stefna áhöfn og skipi ekki í hættu að óþörfu. Bíða ef þörf krefur eftir að veður lægi. Man eftir sem ungur maður á skipi suður af Íslandi að skipið var látið reka í sólarhringa, þegar öldurnar fóru yfir 7 - 8 metra. Systurskip höfðu brotnað í tvo hluta. Í önnur skipti var farið með útjaðri lægðar. Skipstjórnarmenn fengu líka óblanda virðingu áhafnar fyrir aðgæslu.

Nú eru veðurspár góðar en framundan eru stærstu lægðir ársins. 

 

 


mbl.is Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2019

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband