Miklar fórnir færðar í Hamborg en líka á Íslandi

Enginn fer ósnortinn frá minnismerki um fórnarlömb stríðsins í Hamborg. Hvernig gat öll þess hörmung átt sér stað á einum litlum bletti. Ríkisóperan er við sama torgið og minnismerkið. Þar eru reglulega flutt verk er minna óþægileg á stríðið. Unga kynslóðin og nýir höfundar vilja vinna með sársaukanum er stríðið olli. Spyrja spurninga.

Jarmíla ólst upp við sírenuvæl og skelfingu lostin var hún send niður í kjallara. Engin furða þótt henni hafi dreymt um að fara til Íslands eftir að hafa lesið bók Gunnars Gunnarsonar Borgarættin. Ísland var það land sem kom fjárhagslega best út úr stríðinu, en það voru miklar mannfórnir hjá íslenskum sjómönnum. Íslendingar áttu það til að senda fullhlaðin fiskiskip með nýmeti sem vinargjöf til Hamborgar rétt eftir stríð. Reglulegar sölur togara frá Íslandi í Hamborg hjálpuðu einnig uppbyggingunni á Íslandi. Áratugi tók að byggja upp Hamborg.

Það voru miklir hagsmunir að eiga gott samband við Þjóðverja. Margir farmenn fóru á þýsk skip og giftust þýskum konum. Það voru ekki bara þýskar heimasætur sem fóru til Íslands. Íslenskir skipstjórar á stórskipum frá Hamborg sigldu um heimshöfin og bjuggu þar. 

 

 

 


mbl.is Martröð í mörg ár á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2018

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband