Sumarleg skæðadrífa á Þingvöllum. Opinn fundur friðarþings

Alþingismenn eru mannlegir. Vilja komast út í sumarið og góða loftið. Gera "eitthvað" eftirminnilegt með fyrrverandi sambúðarþjóð. Öllum ljúfum skylduræknum sendimönnum og embættismönnum er boðið á hátíðarfund. Boðið góð veisluföng í borginni að kveldi. Ekkert skal til sparað. Sjáið hvað við höfum afrekað í heila öld?

Á réttu eða röngu augnabliki gerist hið óvænta. Þegar búið var að loka gjánni fyrir almenningi birtist spákona á klettabrúninni með varnaðarorð og hrópar: Hún má ekki sitja við hlið forseta íslenska lýðveldisins. Vei þeim er úthúðar og útilokar misskildu börnin hennar Evu.

Blórabögglar og senuþjófar voru til fyrir tíma Lúthers. Þess sem úthúðaði gyðingum og kaþólskum. Kratar hafa löngum viljað upphefja eigið ágæti með nýjum ásökunum á ýmsa þjóðfélagshópa. Að setja þingforseta vinaríkis á bekk hatursorðræðu er nýlunda. 

Hér er engin húsmóðir að snúa öllu við á heimilinu og gera vorhreingerningu? Ekki þingmaður krata á leið í formannsframboð? Ekki þingmaður á Alþingi sem vill ræða málefni í þágu ungmenna? Í þess stað allt um þann sem "vék aftur til fjallsins einn síns liðs." 

Nýleg orðudrífa forseta í Helsingi vakti athygli á tiltektum embættismanna. Hátíðarfundur Alþingis, án blessunar almennings er önnur misheppnuð samkoma á sögufrægum stað? Jafn kosningaréttur var ekki á dagskrá. Ýmislegt annað mætti til taka. Allir nema einn vildi varðveita einingu friðarins.

Í stað þess að biðja Dani afsökunar á ýmsum ónotum eftir sambandsslitin er sendimanni þeirra úthúðað. Ekkert um verkefni í þágu ungmenna.  Eftir stendur að sumarleg skæðadrífa þingmanns hefur raskað ró þings. 

 

  

"Á dagskrá þingfundarins á Þingvöllum verður eitt mál tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna, og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Tillagan verður afgreidd með umræðu og atkvæðagreiðslu."


mbl.is Ekki verið að halda upp á afmæli Piu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2018

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband