Dramb er falli næst. Fjöldi áhorfenda skiptir ekki öllu máli

Oflæti er hættulegast Íslendingum. Myndin sem fylgir einni fréttinni sýnir að brotið er á Messi með handartogum. Fréttamaður segir í einum texta að Birkir sé í varnarbaráttu. Athugasemdir Messi eru réttmætar. Liðið lék varnarleik og kom vel út úr því.

Tek það fram að ég er ekki mikið inn í fótbolta. Var lítillega í KR og síðan í Þrótti þar sem ungir menn voru jafnari. Lítill þjóð má ekki ofmetnast af því einu að standa uppi í hárinu á úrvalsliði. Það eru um 70 ára síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í bresku getraununum. Allar götur síðan hefur það verið draumur fárra að spila í toppliði, komast í fremstu röð. 

Ekki má gleyma að almenningur og bæjarfélög hafa sýnt fótboltanum meiri stuðning en öðrum íþróttum. Byggt íþróttahallir og grasvelli fyrir tiltölulega fáa. Með keppnisíþrótt þar sem reynt er að byggja upp sjálfstraust heillar þjóðar. Argentínumenn eru 130 sinnum fleiri og hafa ýmislegt sameiginlegt með Íslendingum.

Búa á ystu mörkum suðlægðar byggðar. Búa við óútreiknanlega verðbólgu og stjórnarfar sem byggist á tíðum stjórnarskiptum. Kraftmikill þjóð og miklar kjötætur eins og hin norðlæga smáþjóð.

 


mbl.is „Ísland gerði ekki neitt,“ sagði Messi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júní 2018

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband