Efast um að Hagstofa sé með rétta talningu.

Hagstofan hefur skráð ferðamenn eftir hótelgistingu, en hvað með þá sem gista ekki í gistihúsum? Einfalda þarf skráningu og taka af öll tvímæli. Spjallaði við ferðamenn frá Ameríku í dag uppi í Bláfjöllum. Aðeins tveimur tímum eftir að þeir komu til landsins.

Þeir voru búnir að kanna aðkomu að Þríhnúkahelli og voru að skoða eldborgir. Á leið austur á bílaleigubíl. Fleiri ferðamanna eru trúlega að taka bílaleigubíla eða fara með ferðaskrifstofum í skipulagðar ferðir.

Of mikið er gert úr fjölgun ferðamanna og ekki fer mikið fyrir þeim. Innviðir eiga að getað auðveldlega tekið við ferðamönnum sem svarar fjögur til tíu þúsund á dag. Ein og hálf milljón til tvær milljónir ferðamanna sem dreifast tiltölulega jafnt yfir árið er ekki stórt. 

Mörg minni lönd eins og Ungverjaland og Holland eru að fá 12- 14 milljón ferðamenn árlega. Leyfum fyrirtækjum að verðleggja vöru og þjónustu í dollar eða evru. Hagkerfið þarf þá að aðlaga sig og verðbólga myndi minnka strax. Krónan minnsta mynteining í heim gengur aldrei til lengdar.  

 

 

 

 


mbl.is Hópferðafyrirtæki taka í sama streng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2017

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband