Forleikurinn að endalokunum? Fámennt land eitt kjördæmi

Allt landið þarf að vinna vel saman sem heilstæð heild. Tímar breytir frá því þingmenn voru sendlar, sendir suður til kaupa varahluti og fá skammtíma víxla fyrir kaupfélagið. Sigmundur Davíð hafði á lofti slagorðið "Landið allt". Hefur eflaust blöskra og fundið það óþarfa að þurfa að fara Norður-Austur til ná árangri. Miðflokkurinn kom vel út í Norður austurkjördæmi. Fékk 2 þingmenn og að baki hverjum þingmanni 2194 atkvæði.

Framsókn gerði enn "betur". Þurfti aðeins 1694 atkvæði til að ná inn þingmanni. Á kostnað kjósenda í Suður vesturkjördæmi? Samfylkingin þurfti að smala 6771 atkvæðum til að ná inn einum þingmanni í S.V. Slík ósamræmi er ekki samboðið kjósendum. Sambandið hafði á sínum gullaldartíma svipuð forréttindi þegar Framsókn réði ríkjum með Sjálfstæðisflokki.

Sjálfstæðisflokkur er að gjalda afhroð af því að hann hefur ekki náð að aðlaga sig breyttum tímum. Missir launþega og öryrkja sem vilja geta staðið á eigin fótum og eru illa staddir. Kjósendur sem vinstri flokkarnir hafa ekki áhuga á að styðja. Framsókn gæti átt eftir að falla á eigin forréttindum. Engu munaði að Lilja yrði úti. Forleikurinn byrjaður?

 


mbl.is Hvað ef landið væri eitt kjördæmi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hróplegt ósamræmi á vægi atkvæða. Kosningaspár ónákvæmar

Framsókn er með um 2600 atkvæði að baki hverjum þingmanni. VG með 3014, Samfylkingin og Flokkur fólksins nálægt 3400. Í Kraganum, Suðvestur hafa menn minnstan atkvæðarétt og að baki hverjum þingmanni 4385 atkvæði. Hjá Samfylkingunni eru þeir 6771, Miðflokki 5282, Viðreisn 5277. Áratuga óréttlæti sem þingmenn hafa ekki kjark og þor til að leiðrétta. Brot á stjórnarskrá.

Samkvæmt kosningaspám átti VG að vinna stórsigur. Enginn formaður fékk álíka athygli í fjölmiðlum og Katrín. Hjá RÚV var hún oftast í fréttum og í framhaldi af þeim mótökum er von að Katrín vilji stjórna. Vinsælasta stúlkan.

 


mbl.is Langar að verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2017

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband