Íhaldsmenn tapa á óeiningu. Harðlínumenn í framboði.

Innanflokksátök, klökkur forsætisráðherra og árangurlausar tilraunir til að fá mjúka lendingu draga úr líkum á samningslausnum. Skotland og Írland verður að sætta sig við málalok harðlínumanna? Næstu kosningar munu þá skera út um vilja almennings, ef að líkum lætur. 

Í annan stað má sjá Boris Johnson á hraðferð, hlaupum eða fara á undan fréttamönnum á hjóli. Nútíma Sheakspeare stíll? Menntaður í Brussel, en er hann nógu forsjáll og þolinmóður til að kljást við hinar stóru pólitísku ákvarðanir.

 


mbl.is „Svona er að upplifa tortímingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstýring? Hægfara framsóknarráðherrar

Ráðherrann vill augljóslega ekki minnka áhrif RÚV. Stefna RÚV hefur verið að ná til sín sem mest af auglýsingatekjum. Markvist hefur verið unnið í vinsældakeppni og í skoðanamyndandi könnunum. Yfirburðir á markaði hefur gert þeim auðvelta að ná í íþróttaviðburði og barnaefni sem þeir varpa út á besta útsendingartímanum.

Stórt er BBC og fyrirferðamikið á áhorfendamarkaði, en RÚV fær tiltölulega meira fé skattborgara til afnota undir pólitískri yfirstjórn. Hið breska fjölmiðlaveldi kemur ekki að auglýsingamarkaði en dreifir efni út um allan heim. Bresku blöðin fá veglegan sess í kvöldspjalli. Hér er RÚV skoðanamyndandi í fréttum og tengdu efni. Jafnaðarmanna varp þótt margt sé vel gert eins og alltaf.

Ef Facebook og Google hafa forréttindi á auglýsingamarkaði er ráðherrans að gæta að jafnræði sér þar á milli. Stórfyrirtækin virðast ekki greiða virðisauka eða skatta af innlendum sölutekjum. Lilja Dögg hefur verið gerð afturreka með frumvörp og ekki sést fyrir endann á þessari göngu ráðherrans.

Samráðherra hennar er einnig seinfær, ræður illa för í samgöngubótum. Framkvæmdir víða um land sem áttu að fara í gang fyrir misserum láta bíða á sér. Fimm ára áætlun hjálpar ekki þegar of lítið fé fer í arðbærustu framkvæmdir, t.d. á stofnvegi.


mbl.is Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi niðurlæging og nú með aðkomu ríkisstjórnar.

Stærsti ávinningurinn af veglegum bótum væri sá er felst í skilaboðum til þeirra sem kunna að misnota opinbert stjórnvald. Tjón og þjáningar hinna sakfelldu verður seint bætt. Milljónabætur til þeirra og barna undirstrika að í upphafi voru verklagsreglur þverbrotnar. Löglærðir menn innan lögreglu og dómstóla sem stjórnuðu rannsókninni fóru sínar eigin leiðir. Uppdiktuðu sakarefni og juku þjáningar ungra sakborninga.

Dapurlegt er að sjá hvernig Erlu Bolladóttur er haldið utangarðs við hugsanlegar skaðbætur. Enn er verið að auka þjáningar hennar og nú í boði ríkisstjórnar. Ráðandi stjórnmálamanna sem halda að þeirra sé að ákveða bætur þegar stjórnvald brýtur af sér. Afbrotafræðingar og almenningur vita að um 10% rangra dóma eru fengnir með röngum sakagiftum eða vegna þvingaðra játninga. Til að lækka það hlutfall er von um að í stærsta sakamáli Íslandssögunar verði viðurkennt að réttarfarsleg mistök voru gerð.

Hús íslenskra tungu er ágætt þar sem það er statt, þangað til traustari grunnur er fenginn og peningar til í ríkissjóði. Á meðan ólokið er bótagreiðslum í íslenskum réttarfarsmálum sem stofnað var til fyrir nær hálfri öld verður lítill sátt. 

 

 


mbl.is Íhugar dómstólaleiðina vegna bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband