Kratar ráða för í Seðlabanka. Dæmigerð aðför að frjálsu framtaki

Vinstrimenn segja sér til afsökunar að Hrunið hafi valdið auknu eftirlitshörku. Í kastljósi Kveiks í kvöld taldi vinstri sinnaður stjórnandi að allur kvótavandi myndi leysast við fjölgun eftirlitsmanna um borð í hundruðum skipa. Reynt var fá talsmann útgerða til að viðurkenna að það þyrfti aukið eftirlit og myndavélar. Þá upplýstist að brottkast á þorski væri um 1% og hvergi lægra. Stjórnandinn taldi að Fiskistofa ætti að beina kröftum sínum að stóru útgerðafyrirtækjum en ekki grásleppukörlum.

Ríkistarfsmenn þreytast aldrei á að sannfæra almenning um ágæti eftirlits. Um miðjan dag var þáttur um íslensku lopapeysuna í útvarpinu. Þar var boðað að eftirlitslögregla myndi brátt ganga niður Laugaveginn og heimsækja túristabúðir þar sem sölumenn yrðu að sanna uppruna ullar í lopapeysum. Þáttastjórnandi fór mikinn en hvergi var greint frá því hvað allt umstangið kostaði eða hver tilgangurinn væri annað en að auka veldi stóra bróður.

Kastljósmenn fengu á sínum tíma boð um fyrirhugaða tilhæfulausa rannsókn á skrifstofum Samherja, enda þótt yfirmenn í Seðlabanka sjái engin skjöl þar um.  Yfirmaður Gjaldeyrismála í bankanum var þekktur vinstrimaður og stjórnaði aðförinni. Hann hefur nú verið verðlaunaður með stöðu hjá alþjóðakrata bankanum. Vinstrimenn í Austur-Evrópu byggðu upp Stasi stofnanir á yfirráðasvæðum sínum eftir stríð og þar nam Seðlabankastjórinn fræðin.

Í dag reyna Austur-Evrópuþjóðir að vara ungu kynslóðina við aðferðafræði Stasi. Hér eru alltof fáir sem hafa þrek til að berjast á móti alræði eftirlitsmanna ríkisins. Mál er komið til að einhverjir segi stopp og ekki lengra.  

BBC fór með rangar ásakanir á hendur Cliff Richard söngvara í upptöku af lögreglurannsókn. Stofnunin þurfti að greiða tugi milljóna í skaðabætur og lögreglan helmingi hærri. Hér reyna ríkisstarfsmenn að tefja bætur eða þær eru dæmdar það smáar að ekki næst upp í málskostnað sannist að stofnunin hafi farið offari.

 

 

 

 


mbl.is Kæra stjórnendur Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófsteinn á nýjan vegamálastjóra og ráðherra?

Breikkun Reykjanesbrautar á ekki að vera stórmál og frestast aftur og aftur. Ný stjórnarráðsbygging virðist hafa forgang og á að vera tilbúin á tveimur árum, en vegamálaráðherra virðist vera hafður í úthúsunum.

Fáir mikilvægir vegakaflar með þunga umferð hafa verið eins lengi í salti og kaflinn ofan við Hafnarfjörð. Allan myndarskap vantar við tvöföldun brautarinnar sé tekið tillit til umferðaþunga. Verið er að hlaða hljóðvarnir og tyrfa aftur og aftur á sama kafla.

Verktarnir eru hvorki sterkari en veikasti hlekkurinn, fjármála- og stjórnvaldið. Morgunblaðið og íbúar í nánd hafa vakið hvað eftir annað athygli á þessu en að því virðist með litlum árangri. Samgöngumálaráðherra sagði eitt sinn að allir væru með kröfur um tvöföldun. Það er líka búið að forgangsraða en framkvæmdum er frestað? 

 

 

 

 


mbl.is Breikkun bíður enn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi eða getgátur? Nagladekkin góðærisbóla

 

Margar kenningar í gangi um svifryk og um fok af landi. Á stundum er það mengað loft frá Bretlandseyjum. Ólíklegasta kenningin er svifryk frá bílaumferð eða nagladekkjum. Engin mælir nagladekkjunum bót á fjórhjóladrifnum bílum í borgarumferð. 

Þeir eru margir sem aldrei setja undir bíla sína nagladekk og komast nánast flesta fjallvegi. Flestir tvítugir kannast við mold og sandrok ofan af hálendi og af söndum. Uppgræðsla hefur að sönnu miklu breytt.

Svifryk í logni er viðbót við misvísandi kenningar um hækkun sjávaryfirborðs og hnattlæga hlýnun. Skólakrökkum blöskrar kæruleysi foreldra í meðferð eldsneytis og vita að stefnir í vá. Gott að taka undir með Einari Sveinbjörnssyni og líta á raunverulegar ástæður mengunar.

 

 

 

 

 


mbl.is Kemur svifrykið af Landeyjasandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðurhlutverkinu lokið. Kjósa að nýju?

Bretar hafa vanist að leita undir pilsfald mömmu. Elísabet drottning hefur staðið sig fráærlega vel í nær 70 ár og haldið Bretaveld saman. Margrét Thatcher hreinsaði til svo um munaði þegar allt var komið í ógöngur.

Þegar Theresa May er á lokametrunum segjast pilsfaldadrengirnir geta tekið við. "Nú er okkar tími kominn." Lýðræðið í Bretlandi á sín takmörk. Fyrr eða síðar verður að láta almenning kjósa að nýju því mjótt var á mununum.

Íhaldsflokkurinn tapar mest á glundroðanum þegar Theresa hefur þjónað duttlungum þeirra og fer frá. 


mbl.is Telja Theresu May vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband