Langur aðdragandi og mikill eftirmál?

Nú er ekki skortur á eftirárskýringum á falli WOW. Á meðan hreyflarnir snérust og menn komust fyrir 230 dollara yfir Atlandshafið og til Kanaríeyja biðu flestir spenntir og fámálir eftir endalokunum. Bestu skýringarnar komu frá viðskiptabanka WOW og skal engan undra, en hversvegna nú en ekki fyrr? Hvað um 10% vexti af skuldabréfunum í útboði?

Helstu ástæður gjaldþrotsins: Há laun, háir vextir, lítið aðhald og ekki lagt í varasjóð þegar best gekk, hækkun eldsneytisverðs meðan eldri flugfélög höfðu keypt tryggingu fyrir sveiflum á olíuverði. Leigan á A330 breiðþotum jók enn á tapið. Fáir nefna háa leigu á flugvélunum sem er líklega einn megin áhrifavaldurinn.

Athyglisvert að flug var snemma lagt niður til Ísraels, en þar fannst mönnum fátt spennandi við flug félagsins. Í þess stað var horft til Indlands. Áður hafa mörg íslensk flugfélög lagt upp laupana en þá hefur verið minna um skýringar. Kannski er það vottur um meiri fjármálaþroska að nú er leitað eftir dýpri skilgreiningu.


mbl.is „Tónninn er eðlilega þungur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin læra ensku frá 2 ára aldri með netleikfanginu?

Verða tvítyngd, altalandi á nettungumálið og íslenskan gefur eftir. Þarf þó ekki að hverfa. Því fylgja ýmsir vaxtaverkir. Sama er með nethönnuði, forritara, þeir fara inn í ókannaða heima og ná að leiða notendur nets og síma enn lengra inn í huliðsheima. Engin furða að margir ungir námsmenn velji að læra á tölvuheima.

Þessi frétt er með þeim athyglisverðari. Segir frá forritun sem hefur tekið völdin án þess að við yrðum þess mikið vör. Tíminn hleypur frá okkur og við stöndum uppi með óværu eða við erum leidd í bandi eins og hver annar hvolpur.

Vefkökur eru nýyrði "til að tryggja bestu upplifun" á notkun vefsins segir við aðgang að einu "frí" netblaðinu. Þú verður að samþykkja skilmálana, haldir þú áfram. Þegar skilmálarnir eru kannaðir, hverfa þeir jafnóðum. Börn hafa ekki vit á að hafna, en fullornir setja upp spurningamerki. Hvert við erum að fara er ekki alveg ljóst. "Hönnuðir og forritarar ráða?" Google hefur fengið á sig breytta ímynd. Notendur eru ekki leikföng?

 

 

 

 


mbl.is Hönnuð til að tæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilji til umbóta en hægt gengur.

Umboðsmaður segir að æðsti handhafi ákæruvalds hafi verið með blikkandi rauð ljós á réttmæti aðgerða Seðlabanka árið 2014. Á mynd Mbl. sem fylgir fréttinni má sjá þingmenn Sjálfstæðis og Miðflokks, en lítið ber á öðrum þingmönnum. Oftast eru það skilvirkustu þingmennirnir sem hér vinna hin mikilvægustu mál. Á annan tug nefndarmanna skeggræða um þessi mikilvægust réttindi borgaranna.

Í öðrum þjóðlöndum væri útvarpað og sjónvarpað beint frá slíkum fundum. Ræður Ríkismiðillinn hér för? Stór hópur manna vill ekki raska ró embættismanna þótt lýðræðið byggist á skilvirkni. Nú eru liðin ár og tíð síðan tveir ríkissaksóknarar létu af störfum vegna aðildar sinnar að upphafsrannsókn Guðmundar og Geirfinnsmálsins. Gagnrýni á störf þeirra stóð árum saman.

Árið 2016 kom út athyglisverð bók um Gjaldeyriseftireftirlitið, Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason. Þar eru fleiri mál reifuð og rannsóknarvald Seðlabanka gagnrýnt. Ríkissaksóknari gefur lögmönnum Seðlabanka aðvörun 2014. Sjaldgæft er að embættismenn þurfi að láta af störfum vegna umdeildra starfa sem fara gegn fyrirtækum og borgurunum. Kerfið ver sína?  

 

 


mbl.is Kallar eftir afsögn seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina stjórnarandstaðan. Landsvirkjun í tómarúmi

Sigmundur Davíð með sinn þingflokk heldur uppi gagnrýni á kerfið. Gagnrýnir embættismannastjórnun í stað pólitískra meðvitmundar og umræðu á Alþingi. Kerfisflokkarnir láta embættismennina um stjórnun landsmála segir Sigmundur. Aðeins örfáir þingmenn hafa þekkingu og þor til að andmæla tilskipunar og reglugerðavaldinu sem á upptök sín hjá ríkisstjórninni eða ESB.

Sigmundur er með góða kostnaðarmeðvitund og sér oft tækifæri þar sem aðrir blunda í vellystingum. Landsvirkjun er allt í einu orðin uppáhalds fyrirtæki þeirra sem ráða ríkiskassanum. Í stað þess að fjárfesta til framtíðar er Landvirkjunin að treysta á arðsemi af núverandi virkjunum miðað við að orkuverð hækki stöðugt í framtíðinni. Landsvirkjun ætti að vera að auðvelda landsmönnum öryggi í raforkudreifingu, tryggja orku og aðgengi til framtíðar. Hvort samkeppnin og skilvirknin aukist með kaupum á Landsneti er óvíst.

Landsvirkjun var með uppi áform um að setja upp vindmyllugarð við

hálendisbrúnina. Nýta möguleika sem óvíða eru eins miklir vegna lægðagangs sem kemur sunnan úr Atlandshafi. Íslendingar hafa ekki getu eða burði eins og Norðmenn til að kaupa hágæða álver í Straumsvík. Forðast alla áhættu og setja allskonar skilmála.

Sigmundur bendir á að að lífeyrissjóðirnir eru í sama farinu og Landsvirkjun. Treysta á að þeir fái áfram háa vexti hjá ríki í stað þess að taka þátt í framtíðaratvinnurekstri. Stóriðjan væri tilvalið tækifæri þar sem aðrir hafa ekki burði. Fjármálakerfið er enn á brauðfótum og ekki bólar á lækkun vaxta og verðbólgu.

 

 


mbl.is Sama upplifun og í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband