Er kyrrsetningarkostnaður Icelandair vegna Max þotnanna of lágur?

Með ólíkindum er hve Icelandair hefur víða náð að tengja flugnet sitt. Það hlýtur að vera mikill fórnarkostnaður að hætta flugferðum til tveggja fjölmennra fylkja í USA. Trúlega er tjónið sem orðið hefur vegna kyrrsetninga þriggja 737 Boeing flugvélanna að segja til sín.

Áætlað tjón Icelandair vegna upplagningar flugvélanna er metinn á um 140 milljónir dala. Jafnvel þótt vélarnar nái að komast í loftið í byrjun næsta árs á kyrrsetningin eftir að hafa víðtæk áhrif á næstu árum. Þar á ofan ríkir óvissa um hvar félagið ætlar að endurnýja flugflota sinn.

Kostnaður Icelandair vegna mannahalds er talsvert hærri en hjá flugfélögum sem þeir keppa við. Hvernig getur það gengið til lengdar í harðnandi samkeppni? Fyrir þá sem hafa trú á rekstri og velgengni Icelandair er alltaf sárt að sjá að félagið í erfileikum með að fóta sig. 

Hin góði andi Lofleiðamanna sem byggðu Loftleiðahótelið svífur ekki lengur yfir vötnunum. Flugleiðahótelin seld erlendum aðila. Samkeppnin á eftir að aukast í flug og ferðaþjónustu. Starfsmenn þurfa aðlaga sig nýjum aðstæðum, sýna baráttuanda og sveigjanleika til að félagið nái aftur fyrri styrkleika.

 


mbl.is Kansasbúar harma brotthvarf Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldsmenn í skammgóðum vermi. Boris kampakátur

Boris Johnson foringi íhaldsmanna brást ekki á gleðisamkommu flokksins sem haldin var í Manchester. Mikið klappað og brosað þegar Boris reitti af sér brandaranna. Loforð um stóraukin ríkisútgjöld voru mörg um leið og hann benti á ofaukin framlög til bandalagsins. Ekki minnst á að skattgreiðendur gætu þurft að greiða í samdrætti. 

Fundinum var varla lokið þegar Trump sagðist ætla að leggja 25% toll á skoskt viskí, á útflutning sem nálgast 200 milljarða. Hvers vegna skoska viskíið var fyrir valinu er án skýringar, nema forsetinn vilji minna á að Skotar voru fjölmennustu stuðningsmenn að áframhaldandi aðild. Íhaldsmenn höfðu gert sér hugmyndir um að stórauka útflutnings til Bandaríkjanna í kjölfar útgöngu Brexit manna.

Loforðalisti Boris er orðin skrautlegur, en með miklu handarsveiflum og skemmtilegum bröndurum mælist jákvætt fylgi. Trump heldur einnig enn í fylgið, en blikur eru á lofti. Heimsviðskipti dragast saman og samdráttur og verðlækkanir í augsýn. Allstaðar blikka ljós sem eiga eftir að segja til sín.  Málarinn Banksy getur verið ánægður með verðið á apamynd sinni sem sýnir að fjárfestar leita skjóls.


mbl.is Simpansaþing Banksy selt á 1,5 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband