Hárrétt hjá þingmanninum Lýðræðið ekki nógu virkt

Flokkarnir og ráðherrar ráða því sem þeir vilja. Eilífar samningaviðræður í margra flokka stjórn. Útkoman verður veik, óskilvirk ríkistjórn og stjórnsýsla. Meðalmennska sem hentar ekki öllum.

Í Frakklandi varð gjörbreyting á stjórnarháttum með kosningu Macron. Forseta sem hefur völd og getu til að koma stefnumálum sínum áfram. Miðjumoð er of algengt í stjórnmálum. Þar sem ekkert markvisst gerist. Líkt og í Bretlandi í dag. Nú eru mun fleiri kjósendur sem vilja vera áfram í Evrópusambandinu.

Hér á árum áður eftir 2000 var mikið um framkvæmdir og uppgang. Hver var þá forsætisráðherra? Vegir voru malbikaðir út um allt án mikilla vandkvæða. Sturlu Böðvarssonar ráðherra er víða minnst með þakklæti fyrir góða vegi. Nú er lítið framkvæmt og nánast stöðvun á vegaframkvæmdum sem voru samþykkar á fyrri þingum. Framkvæmdaár Gunnars Birgissonar í Kópavogi voru einstök. Mál afgreidd og unnin.

Viðtalið við Theodóru sýnir að hún vill sjá árangur og framfarir. Skynsamleg ákvörðun. Augljóst er að núverandi lýðræði þarf upplyftingu.

 


mbl.is Theodóra segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar kynslóðir reyna að gleyma fortíðinni.

Vinstri menn í öllum flokkum á Íslandi eru einnig ósáttir. Einn ráðherra vill útrýma ákveðnum laxeldisfyrirtækjum. Annar loka verksmiðjum sem hafa kostað milljarða og eru á tilraunastigi. Hópur manna vill helst gleyma fortíðinni, vilja allar kóngastyttur á braut. Allt myglufrítt. Það sem er yfir þekkingu hátæknimanna hafið skal rifið.

Allt á að vera slétt og fellt. Umhverfisvænt samkvæmt seinustu Parísartísku. Barátta og hugsjónir forfeðranna eiga ekki upp á pallborðið á öld róbóta. Allt á að vera fyrirhafnarlaust endurnýjað þótt það kosti umhverfið og náttúruna sitt. Alþjóðleg tíska sem blómstrar á voru landi. Borgarstjóri ætti ekki að hafa vald til að fjarlægja sögulegar minnjar.


mbl.is Hugleiðir að fjarlægja styttuna af Kólumbusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt líkt og með Geirfinnsmálinu. BBC birtir þessa dagana þátt um málið

Engin játning liggur fyrir Í Birnumálinu. Þrátt fyrir að sakborningur hafi verið í einangrun í marga mánuði. Það eitt og sér er óvenjulegt. Margir óttast að málið endi sem óupplýst og taki á sig enn eina brotlöm íslenska réttarkerfisins. Spyrill kvöldsins í Spegli útvarpsins hélt uppi efasemdum, án þess að fara út af opinberi línu um sekt. Í fréttum sjónvarps hefur oft áður því verið haldið fram að sakborningur væri hinn seki.

Ríkissjónvarp Breta er með þátt um víkinga sem komu til Íslands frá Bretlandseyjum og Noregi kl. 20. Auk þess sem BBC Fjögur er þessa ágústdaga með þátt um Geirfinnsmálið í þáttaröðinni Storyville sem er kl.21 á mánudögum. Fyrst birtur 14. ágúst, áttatíu og fimm mínúta þáttur. Aðgengilegt á netinu. Þar segir meðal annars: 

"Storyville

Out of Thin Air; Murder in Iceland

Contains some strong language.

In 1974 two men vanished several months apart. Iceland, with a population of just over 200,000, was a close, tight-knit community where everyone knew everyone, but the police got nowhere: there were no bodies, no witnesses and no forensic evidence. Then six suspects were arrested and confessed to the murders, many facing long, harsh sentences. It seemed like justice had been done, but nothing could be further from the truth.

Forty years later, this notorious murder case was reopened when new evidence brought into question everything that had gone before. It became clear that the suspects had very quickly lost trust in their memories and were confused about their involvement in the crimes they had confessed to. The extreme police interrogation techniques were brought under intense scrutiny.

This tense, psychological thriller tells the true story of the biggest-ever criminal investigation in Iceland's history, exploring one of the most shocking miscarriages of justice Europe has ever witnessed."


mbl.is Bregðast öðruvísi við þrýstingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárbændur þurfa að selja meir sjálfir. Íslensk "kasmírull" og blóðmör.

Rök Oddnýjar formanns eru ágæt. Fæðuöryggi, minni lyfjanotkun, mikið eftirlit og fleira. Að halda landinu í byggð er vanmetinn þáttur. Gera þarf bændur meira ábyrga fyrir framleiðslunni. Ullin getur skapað aukin verðmæti.

Hér er um einstaka "Kasmír ull" Mjúka og létta, en bændur þurfa að gera úr henni meiri verðmæti en prjónakonur einar gera. Í Skotlandi eru menn stoltir af því að vera í ullarfötum. Ullarpils og háir sokkar þykir þægilegur klæðnaður. Ullarvesti og jakkar. Hentar norðlægri veðráttu.

Ullin,kindin og bóndinn eru órjúfanleg heild sem hefur haldið uppi byggð í landinu. Hægt er að beita miklu meira fé á ræktað land og framleiða afurðir sem bændur bera sjálfir ábyrgð á. Til þess þarf frumkvæði bænda og skilning stjórnvalda.

Kasmír ullin af geitinni er þrisvar eða fjórum sinnum verðmætari en skoska ullin. Sterkari, fínni, mýkri og hlýrri. Íslenska ullin er mun léttari og hlýrri en sú skoska. Skinn og ullariðnaður íslenski hefur ekki búið við öryggi sem fylgir góðri fjármálastjórnun. Sérstaða afurða af lambinu er vanmetin. Af hverju eru ekki smáskornar glóðsteiktar kótelettur og soðin blóðmör í veitingahúsunum?

Lambakjötið? Ríkisútsala, óhentugar umbúðir og slök söluverð. Nú síðast til Kínverja? Það sem Kínverjar gera er að sneiða, krydda og gera ljúffenga rétti.  Á Spáni og á Íslandi er lambakjöt framreitt á gómsætan máta, en mikið betur má gera. Bragðmikið kjöt, en ekki frosið í stórum pakkningum. Bændur eiga alla athygli skilið og skilning á umbrotatímum.

 


mbl.is Segir samanburð Þorsteins hæpinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Ágúst 2017
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband