Miðjumoð er óæskilegt. Flokkar og menn í lágflugi ná ekki flughæð

Eitt af þeim málum sem Alþingi hefur ekki náð utan um. Menn reyna að stinga höfðinu í sandinn en vakna svo við vondan draum. Sjálfstæðisflokkur sem stærsti flokkurinn hefði átt að taka á málinu, en gerði ekki. Þor og kjarkur er eitt af því sem stjórnmálamenn verða að hafa til að lifa af.

Fyrrverandi forseti Alþingis var ekki ánægur þegar hann varð "úti" í sínu kjördæmi, en bar sig mannalega. Vilhjálmur hefur eldmóð en hefur ekki náð flugi frekar en margir aðrir mætir. Uppbótarþingmenn eru ekki það sama og persónukjör. Jafna má aðstöðumun afskekktra byggða á annan máta. 

Niðurlag Samfylkingarinnar í Suður vesturkjördæmi ætti að vekja athygli forstjóra ÖSE ef eitthvað líf er í þeirri stofnun. Maður Samfylkingar var kosinn með þreföldu atkvæðamagni þingmanns Framsóknar í N.A. Þá gjalt Framsókn afhroð með því að standa ekki að baki einhuga fyrrverandi formanni sínum.


mbl.is „Hlýt að hafa verið óæskilegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forleikurinn að endalokunum? Fámennt land eitt kjördæmi

Allt landið þarf að vinna vel saman sem heilstæð heild. Tímar breytir frá því þingmenn voru sendlar, sendir suður til kaupa varahluti og fá skammtíma víxla fyrir kaupfélagið. Sigmundur Davíð hafði á lofti slagorðið "Landið allt". Hefur eflaust blöskra og fundið það óþarfa að þurfa að fara Norður-Austur til ná árangri. Miðflokkurinn kom vel út í Norður austurkjördæmi. Fékk 2 þingmenn og að baki hverjum þingmanni 2194 atkvæði.

Framsókn gerði enn "betur". Þurfti aðeins 1694 atkvæði til að ná inn þingmanni. Á kostnað kjósenda í Suður vesturkjördæmi? Samfylkingin þurfti að smala 6771 atkvæðum til að ná inn einum þingmanni í S.V. Slík ósamræmi er ekki samboðið kjósendum. Sambandið hafði á sínum gullaldartíma svipuð forréttindi þegar Framsókn réði ríkjum með Sjálfstæðisflokki.

Sjálfstæðisflokkur er að gjalda afhroð af því að hann hefur ekki náð að aðlaga sig breyttum tímum. Missir launþega og öryrkja sem vilja geta staðið á eigin fótum og eru illa staddir. Kjósendur sem vinstri flokkarnir hafa ekki áhuga á að styðja. Framsókn gæti átt eftir að falla á eigin forréttindum. Engu munaði að Lilja yrði úti. Forleikurinn byrjaður?

 


mbl.is Hvað ef landið væri eitt kjördæmi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hróplegt ósamræmi á vægi atkvæða. Kosningaspár ónákvæmar

Framsókn er með um 2600 atkvæði að baki hverjum þingmanni. VG með 3014, Samfylkingin og Flokkur fólksins nálægt 3400. Í Kraganum, Suðvestur hafa menn minnstan atkvæðarétt og að baki hverjum þingmanni 4385 atkvæði. Hjá Samfylkingunni eru þeir 6771, Miðflokki 5282, Viðreisn 5277. Áratuga óréttlæti sem þingmenn hafa ekki kjark og þor til að leiðrétta. Brot á stjórnarskrá.

Samkvæmt kosningaspám átti VG að vinna stórsigur. Enginn formaður fékk álíka athygli í fjölmiðlum og Katrín. Hjá RÚV var hún oftast í fréttum og í framhaldi af þeim mótökum er von að Katrín vilji stjórna. Vinsælasta stúlkan.

 


mbl.is Langar að verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur Logi yfirgefur Bíó vinstri

Allir fjölmiðlar eru með yfirgnæfandi meirihluta vinstri sinnaða starfsmenn. Nú fyrir kosningar raða þeir sé á sjónvarps og útvarpstöðvar til að spyrja kjósendur spurninga. Hringbraut, nýjasta vígi verkalýðsforysturnar er orðin rauðglóandi samansafn jafnaðar og vinstri manna. Eftirtektarvert hvað RÚV fylgist með hreyfingunum. Fyrstir með fréttirnar af "vistarflutningum" fréttamanna.

Lífeyrissjóðirnir hafa eignast meirihluta í 365 og eftir eru aðeins fáeinir miðlar sem ekki eru á vinstri kantinum. Frá Bretlandi er sama sagan. Misjafnlega sterkir frjálsir fjölmiðlar keppa við báknið BBC á sjónvarpsmarkaði. BBC hefur úr miklu fjármagni að spila og þarf ekkert að spara til aðfanga. Breska sjónvarpinu er skylt að kynna helsta efni blaða, en hér eru fáar skyldur hjá Ríkisútvarpi. Fréttamenn RÚV lausbeislaðir í framsetningu og öflun efnis meðan BBC menn fara varla yfir strikið.

Skemmst er að minnast þess hvernig jafnaramennirnir á RÚV lögðu af í beinni nokkur einkafyrirtæki undir yfirskyni "rannsóknarblaðamennsku", með óbilgjörnum og uppdiktuðum fréttaflutningi. Mikið þor og þrek þarf til að til að andahæfa og fréttamenn sem ekki eru á vinstri vængnum hafa fáa valkosti. Kosningarnar endurspegla ástandið á fjölmiðlamarkaði, sama hve landinu er vel stjórnað.

 


mbl.is Atvinnu- og tekjulaus í „vistarbandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabaráttan hingað til hefur snúist um yfirboð og bullur.

Á fótboltaleikjum hafa bullur og óþokkar verið teknar föstum tökum. Fjarlægðir áður en þeir eyðileggja og skemma. Í Evrópu eru menn að leita að leiðtogum stöðugleika, en ekki að þeim sem eru með yfirboð, vilja eyða og spenna. Kosningar í vestrænum löndum snúast um að leyfa atvinnulífinu að blómstra. Þá batnar hagur almennings. 

Lífskjaraaukning eins og hér undanfarin 4 ár er nær óþekkt í Evrópu. Aðgerðir Bjarna Benediktssonar í hafta, tolla og vörugjaldamálum hefur skilað neytendum lækkuðu vöruverði með komu erlendra stórverslana. Aldrei áður hefur verið eins ódýrt að fljúga. Hægri menn eru hófstilltir og feimnir við að sýna fram á árangur sem þeir hafa náð. Leyfa andstæðingum að leika sér með loforðalista sem aldrei verður efndur.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur voru stærstir var það keppikefli að gera láglaunafólki kleift að eignast húsnæði. Lægstu launin eða persónuafsláttur hefði átt að hækka meira fyrir þá lægst launuðu. Ef verðbólga heldur áfram að vera lág ætti að vera hægt að bjóða vexti af íbúðalánum á sérkjörum til 30-40 ára eins og á Norðurlöndum. Engin yfirboð heldur raunveruleikinn.

 

 


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur nógu greindur til sjá í gegnum leikaraskapinn.

Besta ráðið við leikaraskap er að láta sem maður verði ekki var við atganginn. Dæmigert RÚV mál þar sem vinstri menn misnota aðstöðu sína í opinberum stofnunum. RÚV hefur notað ÖSE skilaboðin, þar sem jafnaðarmaður Íslands er í forsæti til að níðast á góðmenninu Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.

Það skaðar Sjálfstæðisflokkinn hve talsmenn hans eru eftirgefanlegir við ríkisstarfsmenn. Flestir sjá að hér er herferð í gangi rétt fyrir kosningar. Sýslumaður hefði og átt að sjá leikfléttuna og fresta lögbanninu fram yfir kosningar? Píratar eru einnig að misnota frelsið sem þeir prísa á netmiðlum.

Reynt er ítrekað að koma pólitískum andstæðingum frá embættum. Hafa getað leikið þennan leik í nokkur ár og þar með misnotað lýðræðið. Mál til komið að menn fari af fundi til að leyfa leikurunum eftirleikinn. Bjarni ætti að hafa það sem eitt af stefnumálum flokksins að taka RÚV af auglýsingamarkaði.

 

 


mbl.is „Nenni ekki að sitja undir svona bulli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétti tíminn til virkja eða hækka ferðamannaskatta?

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins telur að nú sé ekki rétti tíminn til að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Nær væri að huga að innviðum. Í hans stjórnartíð jukust skatttekjur af ferðamönnum um mörg hundruð prósent. Samkvæmt viðtali á ÍNN.

Nú bentir allt til samdráttar í greininni og því tími til að huga að uppbyggingu. Fáir stjórnmálamenn tala jafn skýrt. Vita hvar tekjurnar eru að koma inn og geta gert sér grein fyrir hvað framtíðin ber í brjósti.

Í umræðunni fyrir kosningar kemur margt nýtt í ljós. Sigmundur er og með á hreinu að ferðaþjónustan greiðir tiltölulega hæsta tryggingagjaldið þar sem ferðaþjónustan er mannfrek. 

Á fundi hjá Bjartri framtíð er fullyrt að kostnaður við nýjar virkjanir sé meiri en raforkuverðið til stóriðju nemur. Að Landsvirkjun sé með lökustu afkomu rafmagnsframleiðanda í Evrópu? Þá er það nýtt að stóriðjan ætlar ekki að taka þátt í auknum kostnaði við að bæta dreifikerfið.

Nú þegar fámennt samfélag á Ströndum á að ákveða hvort virkjun verður leyfð í Hvalá og Rjúkanda liggur ekkert fyrir um aðra kosti eins og að gera Þjóðgarð á Ströndum. Gæti þjóðgarður og ferðamennska verið lausn á atvinnumálum og vegagerð fyrir Strandamenn? 


mbl.is Stóriðjan beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstök samfélagsumfjöllun í Morgunblaðinu um perlur norðursins.

Einangrað samfélag virðist hafa lítinn ávinning þegar náttúruperlur eru virkjaðar. Væri ekki sanngjarnt að nær samfélagið fengi hluta af orkuverðinu til uppbyggingar í sveitinni. Orkutoll sem færi í vegabætur og til að styrkja byggð. Byggðin er einn hornstein þess að verðmæti verða þarna til. Án byggðar væri meiri kostnaður fyrir orkuveituna og minna öryggi við rekstur veitunnar.

Hvalá og Rjúkandi er einstök náttúrusmíð sem fellur með mikilli tign og ákefð fram um stórbrotið landslag. Greinar Sunnu Ósk Mbl.is er vönduð og einstök kynning á nærsamfélagi. Af mannlífið sem er órjúfanlegur hluti náttúruaflana sem þarna birtast. 

Fór þarna um með göngufólki fyrir allmörgum árum. Minningarnar eru ótrúlega skýrar og eftirminnilegar. Leiðin sem við fórum frá Reykjarfirði og Gjögri norður í Reykjarfjörð var einstök og tignarleg. Norðan Hvalár og til Eyvindarfjarðar var fremur eyðilegt því byggð hafði lagst af fyrir löngu en einstöku býli stóðu uppi og biðu örlaga sinna. Refurinn hafði unnið á fuglalífinu en við ströndina var selur á skerjum. Myndin sem fylgir greininni af selunum er listilega falleg og undirstrikar fegurðina við Ófeigsfjörð.

Hápunktur á ferðalaginu var gisting á Hótelinu í Djúpuvík. Vertinn ljúfi, Eva og Ásbjörn, kræsingar á borðum var tákn um mikla reisn þess mannlífs sem þarna er lifað. Þrautseigju náttúrufólks sem vill gefa af auðlegð sinni. Þegar komið var út á verönd hótelsins eftir góðar veitingar mátti sjá stórhval koma inn fjörðinn og stinga sér eftir síld fyrir framan hótelið í miðnætursólinni.

Ferðalag sem toppar allar skoðunarferðir í sólarlöndum og skýrir hversvegna fólk kemur langt að til að heimsækja landið í norðri. Án mannlífs á Ströndum væri allt torskyldara og náttúran fátæklegri. Hver veit nema að í náinni framtíð verði gerður aftur bílvegur norður í Ófeigsfjörð. Malbikaður vegur upp Hvannadal til Ingólfsfjarðar? Hver veit nema á þeirri leið kæmi vindmyllugarður í framtíðinni? 

Raftollur til að styrkja byggðina gæti flýtt þeirri þróun og ætti að vera skilyrði fyrir virkjunaráformum. Sem betur fer eru ákvarðanir um virkjanir farnar að taka meira mið af nábýlinu. Ferðaþjónustan mun einnig þurfa sinn skref af raforkunni og mun verða mun betri greiðandi en stóriðjan. Efir 40-50 ár er virkjunin búin að borga kostnað allan og þá geta þeir sem þá lifa ákveðið hvort þeir vilji endurheimta umhverfi fossana.


mbl.is Snerist hugur um Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í flestum löndum kjósa menn um efnahagsöryggi.

Kosningar hér eru látnar snúast um bankainnistæður en ekki um farsæla stjórn landsmála. Vinstri menn eru áhugasamastir um hvar má fá skattatekjur í eyðslu en huga minna að  rekstraumhverfinu sem skapar velsæld. Vinstri grænir og Samfylkingin skulda mest af flokkunum og ætla að taka mest lán til að styrkja kosningabaráttuna. 

Í Reykjavíkurborg ríkir fjármálaóstjórn. Orkuveitan undir stjórn Framsóknar og vinstri manna safnaði skuldum og lagði í ósvissar virkjanir. Áður hafði Orkuveitan verðið gullkista Reykvíkinga og var vel stjórnað af Sjálfstæðismönnum.

Margir halda að kosningabaráttan eigi að fara fram í sjónvarpi RÚV og að snúast um loforð um ríkisútgjöld. Ekki efnahagslegt öryggi sem skapar velferð. RÚV er ekki hliðholt fyrirtækjunum. Lítil umfjöllun um rekstur þeirra. Þá hafa stjórnendur Kastljóss og frétta gert sér far um að slátra fyrirtækjum með gömlum myndum og uppspuna.

Þau lönd sem standa sig best fjárhagslega eins og Þýskaland, Svíþjóð og Bandaríkin. Þar er efnahagslegur stöðugleiki og mestur uppgangur. Stjórnmálamenn tala af ábyrgð og kosningarnar snúast um að skapa stöðugleika. Á eftir kemur aukinn kaupmáttur og aðstoð við þá sem minna mega sín.

 


mbl.is Spáir meiri afgangi hjá ríkissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar kemur Viðreisn að landi?

Ónefndur stjórnmálamaður gat þess á milli viðtala að nú væri tími hinna skemmtilegu stjórnmála. Þegar fylgið sveiflast í skoðanakönnunum frá degi til dags er dramatíkin í hámarki. Þá fá framsæknir stjórnmálamenn tækifærið til að snúa við atburðarásinni og mynda sóknarfæri. Sópa að sér fylginu eða ella standa eftir á sviðinu með allt niður um sig?

Hvort að nýr formaður rágjafaráðs Viðreisnar verði mikill atkvæðasmali skal ósagt látið. Eitthvað mikið liggur við fyrst flokkurinn má ekki eina dagstund vera án formanns sem venjulega er kosinn á félagsfundi. 

Í ólgusjó á bátskænu er allt í óvissu. Hver er vargur í véum í öllu umrótinu? Er það smæðin, reynsluleysið eða ófullkomið alþingi, hraðar breytingar í þjóðfélaginu. Slakir alþingismenn sem ekki hafa nýtt tækifærin til að koma á reglu og nýta velsæld?

Hagvöxtur hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári, ráðstöfunartekjur vaxið yfir 10 prósent á einu ári. Þrátt fyrir það er fylgið á fleygiferð og alls óvíst hvar menn koma að landi.


mbl.is Breyttu samþykktum fyrir nýjan formann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband