"Ríkisútvarpið með heilaþvott. Hræddir íslenskir stjórnmálamenn"

Það eru ekki bara vondir bloggarar sem hafa komið auga á heilaþvott sem Ríkisútvarpið beitir endurtekið í fréttum og fréttatengdum þáttum. Jafnvel barnatímarnir fá ekki frið fyrir ágangi vinstri "elítunnar", sem hefur hreiðrað um sig í ríkisfjölmiðlinum. Vísir segir frá:

 

Róbert Spencer er langt í frá ánægður með heimsókn sína til Íslands.

Robert Spencer segir íslenska fjölmiðla hafa lagt stein í götu sína, alið á ranghugmyndum um sig með þeim afleiðingum að ekki einn einasti íslenski stjórnmálamaður vogaði sér að mæta á fyrirlestur hans. Þetta sé uggvænleg staða sem íslenskir stjórnmálamenn hljóti að velta fyrir sér. Þá segir hann vinstri mann hafa eitrað fyrir sér.

Ber eins mikla ábyrgð á Breivik og Bítlarnir Manson
Róbert Spencer, sem hélt á dögunum fyrirlestur á Grand Hótel, sem mikið hefur verið til umfjöllunar, hefur skrifað opið bréf hvar ofangreint kemur fram. Hann stílar bréfið á stjórnmálamenn og fjölmiðla á Íslandi eða fjölmiðla-elítuna, eins og hann kallar það. Bréfið má sjá í heild sinni hér neðar.

Hann nefnir sem dæmi að sér hafi saklausum verið spyrt saman við Anders Breivik, en hann beri ekki meiri ábyrgð á fjöldamorðum hans í Útey í Noregi en Bítlarnir á morðum Mansons. „Eins og þið á fjölmiðlum vitið var þetta aldrei borið undir mig,“ segir í bréfinu.

Heilaþvottur vinstri manna
Þá lýsir hann því þegar eitrað var fyrir sig en Vísir hefur þegar greint skilmerkilega frá frásögn Spencers af því. Spencer segist hafa lært sína lexíu. Að íslenskir fjölmiðlar séu málpípur vinstri manna sem vilji teikna sig upp sem rasista og kreddufullan hatursmann íslamista. Með slíkum heilaþvotti fylgi hatur og sú sé ástæðan fyrir því að ungur maður reyndi að eitra fyrir sér.

Ég er viss um að sá sem eitraði fyrir mér er ánægður með sig og það sem hann gerði. Og ef hann segir einhverjum frá því er ég viss um að hann verður hylltur sem hetja.
Ömurleg heimsókn til Íslands
Robert Spencer segir þessar aðferðir nákvæmlega þær sömu og nasistar beittu þegar þeir voru að afla sér fylgis meðal æskunnar. Honum varð hugsað til þeirra tíma þegar hann lá á sjúkrabeði sínu í Reykjavík, hvernig vinstri menn skrímslavæða andstæðinga sína í dag með nákvæmlega sömu afleiðingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband