Engin trygging fyrir fjölgun ferðamanna

Virðisauki í Danmörku af gistingu var hækkaður í 25%  árið 1992 .  Eftir það dróst velta og nýting gististaða saman. 25 árum síðar nær velta fyrst að aukast að nýju, hluti þeirra aukningar er verðbólga. Stjórnmálamenn fóru sínu fram en tekjur minnkuðu. Eru önnur lögmál sem gilda á Íslandi?  Með hækkun vasks og gistináttagjalds má ætla að hér verði skattlagning á pari við Danmörk. Í Þýskalandi er 7% skattur á gistingu og í Noregi 10%.
 
Vaskstekjur á ári af ferðamönnum á Íslandi eru áætlaðar um 80 milljarða 2016, gætu orðið 90-100 milljarðar í ár, allt til ríkisins. Tekjur af hækkuðum vaski á gistingu áætlaðar um 16 milljarða.  Útkomuna á hækkuðum vaski sést ekki fyrr en árið 2020 í hagtölum. Ferðaþjónustan mun merkja það strax í fyrirfram bókunum og viðhorfi ferðamannsins.
 
Árið 2008 var gengið álíka sterkt og nú, þá fannst mörgum ferðamanninum hann vera rændur miðað við verðlag í heimalandinu. Eftir 2008 fjölgaði ferðamönnum lítið. Sama sagan er að endurtaka sig nú og stjórnmálamenn einblína á hækkun en ekki veltuaukningu eins og fyrri ríkisstjórn gerði. Almennt eru ferðaþjónustan hliðholl sköttum sem eru notaðir til að greiða götur samfélagsins. Ferðamenn getað hjálpað til að nýta mannvirki og stofnkostnað en ekkert er öruggt í hendi ef við verðleggjum okkur út af markaði.
 
 

mbl.is Tölurnar koma Benedikt ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband