Stórmynd um mannvonsku og þrautsegju. Ríka landið í norðri

Varsjá er stórborg með sögu við hvert fótmál. Marga alda stríð við landamæri Póllands hefur sett sín mörk á þrautseiga þjóð. Þjóðverjar höfðu lengi alið á þeirri bábilju að Pólverjar væru latir og værukærir.

Náin kynni Íslendinga við Pólverja á síðustu árum hefur sýnt okkur að hingað koma innflytjendur sem eiga tiltölulega auðvelt með að aðlaga sig. Ríka landið í norðri virðist ekki vera eina áskorunin fyrir Pólverja. Niðurlæging og harðæri marga alda hljóta að vera eitthvað sameiginlegt með þessum þjóðum. Eitthvað sem skýrir góða tengingu við hina tiltölulega mörgu innflytjendur. Kaþólsk trú tengir einnig löndin.

Þegar ég kom fyrst til Póllands var þar kalt og allt umhverfið Stalínískt. Lítið um mat og allt í hlekkjum kommúnista. Þangað sóttum við járn og komum með síld. Stalín færði pólsku þjóðinni að "gjöf", hæstu byggingu Póllands 1955. Höll menningar og vísinda; Palac Kultury.

Margir Pólverjar vilja helst að byggingin verði jöfnuð við jörðu. Aðrir telja að byggingin sé ómissandi til að upplýsa komandi kynslóðir um harðæri einræðisherra. Grimmileg örlög gyðinga í Póllandi á tímum nasista yfirgnæfa alla aðra áþján.

Saga eiginkonu dýrahaldarans er enn ein áminningin um að Evrópa var á barmi tortímingar aðeins fyrir nokkrum áratugum. Engin furða þótt Mið-Evrópa reyni að tengjast böndum til að halda friðinn í álfunni.

 


mbl.is Best að leynast undir ljósastaur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband