Hver er sérstaða Sjálfstæðisflokksins?

Hækkun virðisauka um helming á útflutningsgrein er ekki örugg tekjulind. Ef ferðamönnum fækkar vegna há gengis og hærri skatta verða margfeldisáhrif. Mörg þjónustufyrirtæki út á landi eins og veitingastaðir, gististaðir, baðstaðir, eldgosasöfn og fleira mun fyrst líða fyrir fækkun ferðamanna. Allt staðir sem þurfa fleiri gesti vegna nýrra áforma. Það sem heillar ferðamenn er ekki aðeins náttúrufegurð heldur möguleikar á hvíld og afþreyingu. 

Samkeppni frá öðrum norðlægum stöðum eins og Norður-Noregi mun aukast. Þar er ferðamannaaukningin meiri en hér á landi, t.d. við Lófót. Boðið er upp á álíka afþreyingar og svaðilfarir, vetur sem sumar. Norðmenn hafa horft til Íslands. Byrjaðir að draga til sín ferðamenn sem velja norðlægar slóðir. Hafa flest nema eldfjöllin og jöklahálendið, en munu hafa helmingi lægri skatta á gistingu á næsta ári.

Þegar þingmenn flokksins vilja ekki tjá sig er eitthvað óþarflega brothætt í hillunum. Í fallegum leiðurum er sagt frá því að flokkurinn berjist á móti skattahækkunum. Flokkurinn hefur verið eftirgefanlegur við embættismenn og leyft þeim að auka útgjöld og stofna nýjar vafasamar tekjur. Einnig fellt niður framúrakstur stofnana eins og enginn væri morgundagurinn.

Stækkun ríkisbáknsins er að sliga ríkissjóð. Nýir ferðamannaskattar eru ólíklegir til að rata á þá staði þar sem mest er þörfin. Sérstaða flokksins er að hverfa og eftir verður einn stór miðjuflokkur með ólík heiti. Sóknarfæri Framsóknarflokksins með Sigmundi Davíð eru ótvíræð. Fyrir flokk sem hefur íslenska hagsmuni í fyrirrúmi. Flokk sem veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika umfram erlenda stóriðju.

 


mbl.is Hart deilt á hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband