Sterkasti gjaldmiðillinn og hæstu ferðamannaskattarnir

Á næstu dögum mun koma í ljós hvort skattaáform ríkisstjórnar gangi eftir. Hætt er við að landsbyggðin láti í sér heyra eins og Ásberg áréttar í greininni. Samdráttur í greininni kemur verst við sprota út á landi. Þá munu tekjur af umferð minnka og í hliðargreinum. Fyrirhugaðar umbætur í vegamálum og vegtollar verða sjálfskaparvíti þegar færri eru til að greiða. 

Viljum við að fjárfestingar í ferðaþjónustu skili sér er ekki vænlegt að hækka gjaldtöku fram yfir það sem boðað er með vegagjöldum. Margfeldisáhrifin á 100% hækkun skatts mun hafa víðtæk áhrif og draga úr tekjum ríkisins. Ferðaþjónustan greiðir skatt af hagnaði eins og aðrir, ef hann dregst saman erum við engu bætt.

Hætt er við að Sjálfstæðisflokkurinn "skjóti" sig í fótinn ef hann ætlar að rugga bátnum fram yfir það sem greinin þolir. Fyrrverandi ferðamálaráðherra gekk ekki of vel með passann sinn. Ef menn vilja skapa landslag fyrir íslenskan Trump mun hann koma fyrr eða síðar, óhefðbundinn og með nýjar áherslur.

Það er einkennilegt þegar menn eru að hrósa krónunni fyrir að vera sterkasti gjaldmiðilinn og eigna sér "heiðurinn" af styrkingu hennar. Allir vita hve fallvölt hún getur verið, auk þess sem hún kallar á hæstu vexti.

 

 


mbl.is „Við verðum að stoppa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru fleiri en ferðamenn sem borga þetta.  Það eru aðallega við sem gerum það, ég og þú og allir nágrannar okkar líka.

Og fyrir okkur, semsagt meirihlutann, þá er þetta *skattalækkun.*

Ásgrímur Hartmannsson, 30.3.2017 kl. 20:45

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Ásgrímur

Skattalækkun innan gæsalappa? Eftir að Sigmundur yfirgaf bátinn hefur margt farið öfugt við það sem ætlað er.

Hef enga trú á að ríkistjórnin sé að minka skattaálögur. Þær eru í hæstu hæðum og báknið stækkar.

Fjármálastjórn sem ætlar að laða erlent fjármagn inn og sem hæstu innlenda vexti? Seðlabankinn tapaði 35 milljörðum í fyrra á vaxtastefnu sinni. Hafa þeir sem nú stjórna þar rekið fyrirtæki?

Sigurður Antonsson, 31.3.2017 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband