Á Sjálfstæðisflokkurinn að leiða skattahækkanir?

Nóg er af kollsteypunum í gengis og peningamálum þótt ekki bætist við hækkaður virðisaukaskattur á stærstu útflutningsgreininni. Úr 11% í 22 %. 100% hækkun? Það er eins og menn séu ekki á sömu plánetunni. Ísland er með hæstu skattlöndum á byggðu bóli. Ríkisvaldið óseðjanlegt og kröfum til þess linnir ekki. 

Nýlega reifaði samgöngumálaráðherra þeirri hugmynd að leggja á vegatolla á mestu umferðaæðum. Verkefnið er risavaxið, en ekki óframkvæmanlegt. Maður skyldi halda að það væri ærið verkefni að tryggja stöðugleika í gengismálum. Taka upp annan gjaldmiðill, en ekki geyma það þangað til Seðlabankastjóri hættir.


mbl.is Boðar lækkun virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki í lagi að allir sitji við sama borð varðandi virðisaukaskatt? Af hverju þarf að styrkja ferðaþjónustuna með einhverjum ölmusum. Sterkustu greinina? Er ekki rétt að þeir taki smá þátt í uppbyggingu innviða sem þeir heimta?

Þeir þurfa engar ölmusur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2017 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Jón Steinar

Nýlega var gistináttagjaldið hækkað. Æ fleiri áningastaðir taka upp gjaldtöku. Hátt gengi krónunnar er þegar farið að draga úr aðsókn á  bókunum næsta vetur og ár. Útflutningsgreinarnar eru viðkvæmar fyrir enn meiri hækkunum. Danir eru eina Norðurlandaþjóðin að ég held sem er með háan skatt á gistingu. Skattlagningin í Noregi var á svipuðum nótum og hér. Þegar norska krónan var sem sterkust dróst hóteliðnaðurinn saman. Þrátt fyrir veikingu krónunnar í Noregi er aðeins 1 af hverju 3 hótelum rekin með hagnaði.

Viljum við að fjárfestingar í ferðaþjónustu skili sér er ekki vænlegt að hækka gjaldtöku fram yfir það sem boðað er með vegagjöldum. Margfeldisáhrifin á 100% hækkun skatts mun hafa víðtæk áhrif og draga úr tekjum ríkisins. Ferðaþjónustan greiðir skatt af hagnaði eins og aðrir, ef hann dregst saman erum við engu bætt. Hætt er við að Sjálfstæðisflokkurinn "skjóti" sig í fótinn ef hann ætlar að rugga bátnum fram yfir það sem greinin þolir. Fyrrverandi ferðamálaráðherra gekk ekki of vel með passann sinn. Ef menn vilja skapa landslag fyrir íslenskan Trump mun hann koma fyrr eða síðar, óhefðbundinn og með nýjar áherslur.

Sigurður Antonsson, 30.3.2017 kl. 17:05

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrir ferðaþjónustuna er þetta... ja, slæmt fyrir þann hluta hennar sem borgar þennan skatt. 

Það verður samt að teljast jákvætt ef það er rétt sem ég heyri að þeir hafi allt í einu efni á þessu.  Það hefur ekki verið þekkt fyrir að vera mjög arðbær rekstur.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.3.2017 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband