Umræður án húmors, en glæsileg dóttir Trumps mætir og styður föður sinn.

Báknið hefur þanist út og er óstöðvanlegt. Trump ætlar að létta af regluveldi, eftirliti með fyrirtækjum og borgurum. Í Bandaríkjunum eygja menn von um breytingar. Fækkun reglugerða og lægri skatta. Fólk hefur ekki lengur trú á fjölmiðlum eða regluveldi og styður Trump.

Langur vinnudagur og framleiðni eru almennt hvergi meiri. Uppskeran samt tiltölulega rýr. Bandaríkin eyða helmingi meira en 7 stærstu stórveldin í herkostnað. Í umræðum gærdagsins var ekkert komið inn á herkostnaðinn, en Trump sagði að Rússland væri ráðandi stríðsaðili í Sýrlandi. Bandaríkin áhrifalaus?

Trump stendur fyrir breytingum á kerfinu, en forðast að styggja herinn. Repúblikanaflokkurinn stendur ekki heill að baki Trump. Liðsmenn eins og McCain eru að fara á taugum út af atkvæðum kvenna. Sarah Palin og Monica Lewinsky hvergi nærri og gleymdar?

Margt er líkt með stjórnmálaþróuninni hér og í USA. Velmegun mikill, heilbrigðiskerfið með ágætum, en vantraust á ríkjandi stjórnvöldum. Pólitísk umræða í skotgröfunum án spaugs og gleði. 


mbl.is Hvassar kappræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það eru 7 kannanir á Twitter og Trump er hæstur í öllum allt frá 81% niður í rúm 70% Hillary ææst 15% Ef þið viljið skoða þetta klikkið á slóðina og kjósið til að upp komi prósentutalan. Þetta er svipuð aðferð og hjá Útvarp sögu.

Ég treysti Twitter kosningu betur enda margfalt fleiri sem kjósa plús að þarna er bara ein spurning viltu eða ekki og þú segir já eða nei.

https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd">https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd

Valdimar Samúelsson, 10.10.2016 kl. 13:35

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Valdimar

Óheftur New Yorkbúi er ekki auðskilinn venjulegum heilþvegnum Rúvista eins og mér. Trump þekkir "innviði" stórborgarinnar eins og fingurna á sér. Talar máli þeirra sem þekkja ganginn á eyrinni, kjörin og svörin sem þeir einir skilja er þar alast upp. Hann veit lítið eitt um Evrópu eða ganginn utan USA.

Stórborgin kemur alltaf á óvart, gjörólíkur heimur frá því sem við þekkjum. Dagur, okkar danskmenntaða kvikmyndaskáld gerði trúverðuga mynd um mannlíf á eyri við Ísafjörð. Þegar hann reyndi að varpa ljósi á stutt líf barþjóns New Yorkborgar brást kunnáttan og úr varð marflatur íslenskur þriller.

Kastljósið í Rúv sem við fáum inn með móðurmjólkinni er eins og óhrein þvottatuska sem okkur er strokið með. Hentar okkur málfarsvitleysingunum sem ekki hafa náð að fara í gegnum mannvitsskóla vinstri elítunnar.

Sigurður Antonsson, 11.10.2016 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband