RÚV skapar ótta og ójafnvægi

Vald RÚV og forréttindi er það mikið í dag að sjónmálamenn og aðrir í forystu þora ekki að gagnrýna báknið. Jafnvel forsvarsmenn litlu fjölmiðlana þvæla um "menningarhlutverk" þess og nauðsyn á að styrkja RÚV með skattfé.  

Þegar RÚV fékk einkarétt á að sýna amerískar dellumyndir og Kanasjónvarpið var bannað vöknuðu efasemdir fyrst. Vinstrimenn á Íslandi hafa séð ákveðin tækifæri í að hreiðra um sig hjá stofnuninni og nýta sér hana óspart.

Ef nauðsyn er á að styrkja fjölmenningu sérstaklega ætti sú meðgjöf að fara til litlu stöðvana sem eru í samkeppni við RÚV. Menning og landsbyggðarhlutverk þeirra er margfalt meira.

Í komandi kosningum er tækifærið til að styðja við bakið á þeim þingmönnum sem hafa gagnrýnt RÚV veldið, vilja breyta og þora. 


mbl.is Tóku ekkert tillit til upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er rétt athugað hjá þér að mikið af dagskránni gengur bara út á chaos;

Helst ættu okkar prófessorar á öllum sviðum að vera oftar á skjánum að hugsa allt í lausnum í ró og næði með góðum skýringarmyndum.

Ég tel að það sé ekki lausnin að selja rúv á einu bretti til einka-aðila; fyrsta skrefið ætti að vera að skipta um útvarpsstjóra eða hlusta á hvað Ævar Kjartansson myndi gera ef að hann fengi að vera alvaldur á stofnuninni í nokkur ár.

Jón Þórhallsson, 27.8.2016 kl. 08:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ríkisútvarpið sem varð að RUV, er orðið ríki eiginhagsmuna og vinstrimanna. 

Framboð til alþingis sem ekki boða lagfæringar á þessu máli fá ekki atkvæði mitt og að líkindum  þá hrósa happi vinstri menn sem mig þekkja.

Í kosningum þá vegur þungt að hafa öflugan fjölmiðil með sér og það er ekki bráðónítt að hafa meðsér öflugasta fjölmiðil landsins kostaðan af okkur landsmönnum öllum nema skattsvikurum.     

Hrólfur Þ Hraundal, 27.8.2016 kl. 15:43

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sælir Hrólfur og Jón

Breytingar á fjölmiðlamarkaði hafa gert hlutverk RÚV óþarft. Hversvegna á ríkið að standa í afþreyingu og skoðanamyndun kjósenda? Fimmtíu ár með fríðindum, þar sem aðeins örfáir fá að sjá bókhaldið.

Ef við viljum breytingar er að kjósa þá sem þora að leggja stofnunina niður á næstu árum. Ekki kjósa þá er hafa skapað og aukið þennan óskapnað.

Sigurður Antonsson, 27.8.2016 kl. 20:30

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bara loka sjoppunni og nota peningana í heilbrigðisgeiranum, ekki veitir af. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.8.2016 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband