Eilífarmál innan kerfisins

Í fjóra áratugi hefur málið fengið sína meðferð í kerfinu. Árið 1997 skrifaði ég grein í Dagblaðið Vísir. Ómar Ragnarsson gerir vel nú með að upplýsa nýjar kynslóðir um þetta óhugnanlega mál. Hann leggur sitt á vogaskálarnar og lætur aðra um að dæma. Hann man þá tíð þegar hann var þulur á RÚV og lét hina opinberu fréttadælu um málið ganga. Mín skoðun á málinu hefur ekkert breyst.

 

5. janúar 1997

Geirfinns- og Guðmundarmálið


Getgátustíll

Kristján Pétursson, fyrrverandi löggæslumaður, skrifaði bók fyrir nokkrum árum þar sem hann hugleiðir upphaf Geirfinns- og Guðmundarmáls. Kristján skrifar undir formerkjunum: trúlega hugsanlega.
Hann undirstrikar að málið hafi byrjað á óstaðfestum upplýsingum við Hafnarbúðina í Keflavík þegar lögreglumenn falla í þá gryfju að trúa bifreiðastjóra sem ekki þekkti Geirfinn persónulega. Bifreiðastjórinn segir að trúlega hafi Geirfinnur talað við þrjá menn sem hefðu ætlað að flytja ógrynni af spíra til Reykjavíkur á verktakabíl.

Spíri var það
Engar sannanir, allt getgátur. Þannig byrjar óhugnanlegasta mál íslenskrar réttvísi. Eitt er augljóst, að spíra var smyglað í land á Suðurnesjum á þessum árum og rétt mun vera að ríkið hafi orðið fyrir einhverjum tekjutapi þess vegna.
Smygl hefur alltaf verið þar sem ofurtollar eru notaðir. En hvort það hafi verið nægileg ástæða til að koma á líf skrímsli er spurning sem rannsóknarlögreglumenn ættu að hugleiða öðrum fremur.
Geirfinns- og Guðmundarmálið tekur á sig vængi í slippnum í Keflavík í höndunum á rannsóknarlögreglu og Sakadómi Reykjavíkur. Sævar Ciesielski er leiddur þar sem fangi fram á leiksviðið. Sakadómur sem rannsakaði og dæmdi í eigin málum notar einangrun og þvinganir til að fá fram játningar, þrátt fyrir aðvaranir dómsmálaráðuneytisins. - Þessi atriði ættu að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir öllum sem vilja kanna þessi mál.
Það hefur og verið kunnugt mörgum Íslendingum frá upphafi að ungmennin fjögur voru saklaus dæmd fyrir öllum dómstólum, án þess að nokkur fengi rönd við reist. Sumir þessara áhorfenda eru nú komnir undir græna torfu, en enn eru margir lifandi sem þurftu að horfa upp á þetta sjónarspil í þögninni, í niðurlægingu og hremmingum.
Þeir hafa ekki komið upp á pallborðið hjá Hemma Gunn. Þeir hafa þurft að sækja fram og koma einn og einn úr sínum hugarfylgsnum eftir því sem óhugnaðurinn verður fjarlægari.

,,Þvingaðir glæpir"
Bók Magnúsar Leopoldssonar, Í klóm réttvísinnar, er því tímabær nú sem þáttur í því að kom þessum málum á hreint. Hún er hógvær, afdráttarlaus og ljúfmannlega skrifuð og ber vitni um einurð. Hún er nauðsynlegur þáttur í því að fá saklausa í Geirfinns- og Guðmundarmálinu sýknaða af ,,þvinguðum glæpum":
Sævar Ciesielski á ekki að þurfa að sækja það að fá sig hreinsaðan af upplognum glæpum. Ríkið á að sjá sóma sinn í því að hafa forystu um að taka málin upp aftur. Samtíminn verður að takast á við að fá rétta mynd af því ástandi sem hér ríkti í réttarfarsmálum. Skáld og rithöfundar framtíðarinnar eiga ekki einir að ráða þar fram úr.
Rannsóknarlögreglumönnum er einnig mikilvægt að fá starfsreglur og fyrirbyggja slíkan óskapnað. Dómsmálaráðuneytið og lögmannastofa út í bæ hefur á sinni árum haft frumkvæðið um að upplýsa landann um alþjóðlegan rétt. En betur má ef duga skal.

Sigurður Antonsson

 

 

 


mbl.is Ekkert tilefni til að bregðast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband